Rýna ekki frekar í þyrlubjörgun við Fljótavík Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 14:59 Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir ferðamanni sem var sagður veikur við Jökulfirði á þriðjudag. Hann reyndist ekki þurfa aðhlynningu þegar til Ísafjarðar var komið. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan ætlar ekki að rýna frekar í þyrluútkall til að sækja ferðamann við Fljótavík á norðanverðum Vestfjörðum umfram það sem hefðbundið er. Slökkviliðsstjóri á Ísafirði taldi björgun mannsins „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Gæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“ Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“
Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent