Rýna ekki frekar í þyrlubjörgun við Fljótavík Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 14:59 Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir ferðamanni sem var sagður veikur við Jökulfirði á þriðjudag. Hann reyndist ekki þurfa aðhlynningu þegar til Ísafjarðar var komið. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan ætlar ekki að rýna frekar í þyrluútkall til að sækja ferðamann við Fljótavík á norðanverðum Vestfjörðum umfram það sem hefðbundið er. Slökkviliðsstjóri á Ísafirði taldi björgun mannsins „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Gæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“ Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann inn af Fljótavík nyrst á Vestfjörðum á þriðjudagsmorgun. Tilkynning hafði borist um að maðurinn væri veikur. Hann var fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem sjúkrabíll tók á móti honum. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði að maðurinn hefði meitt sig á hné á mánudag og byrjað að kasta upp daginn eftir. Hann hafi hins vegar verið búinn að jafna sig á hvoru tveggja þegar hann kom með þyrlunni til Ísafjarðar. Eftir stutt spjall við sjúkraflutningamenn hafi hann haldið leiðar sinnar á bílaleigubíl án þess að þarfnast frekari aðstoðar. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En hann vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir Sigurður við Vísi í gær. Vilja ekki að fólk veigri sér við að óska eftir aðstoð Neyðarkallið frá ferðamanninum, sem slökkviliðsstjórinn sagði Bandaríkjamann um þrítugt, barst í gegnum neyðarsendi úr einhvers konar tæki sem hann var með sér, að sögn Hreggviðs Símonarsonar, starfsmanns á bakvakt aðgerðastjórnar Landhelgisgæslunnar. Ekki sé alltaf vitað hversu alvarlegt tilfellið er þegar neyðarboð berast með þeim hætti. Göngumaðurinn var staddur á gönguleið töluvert inn í landi inn af Fljótavík. Hreggviður segir ekkert símasamband á svæðinu. Ekki sé bílfært þangað og til þess að komast að manninum hefði þurft að taka bát og síðan ganga nokkra leið. „Þetta er faglegt mat. Þegar neyðarköll berast er farið af stað á meðan engan aðrar upplýsingar liggja fyrir. Oft segir maður að það sé betra að fara einu sinni of oft af stað en einu sinni of sjaldan,“ segir hann spurður út í ummæli slökkviliðsstjórans. Öll útköll Landhelgisgæslunnar séu rýnd eftir á til þess að greina hvað megi betur fara. Hreggviður segir ekki á dagskránni að rýna þetta tiltekna útkall umfram það sem hefðbundið er. „Maður vill frekar fá fleiri köll en að fólk veigri sér við að kalla eftir aðstoð þegar á þarf að halda.“
Landhelgisgæslan Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Sóttu veikan göngumann á Hornstrandir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan göngumann á Hornstrandir á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús á Ísafirði. 23. júlí 2024 14:29