„Þurfum að grípa inn í ekki seinna en strax“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2024 21:05 Steinunn Þórðardóttir segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður læknafélags Íslands segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Það er að segja, lokaspretturinn er lengri en ekkert þægilegri. Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún. Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
Steinunn ræddi samantekt Hagstofunnar á meðalævilengd Íslendinga í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en þar kom fram að meðalævilengd íslenskra karla og kvenna hefði styst á milli ára, annað árið í röð. Ævilengd karla hafði styst um 0,4 ár frá árinu 2022 á meðan hún styttist nokkru minna hjá konum eða um 0,1 ár á milli áranna 2022 og 2023. Ýmislegt gæti spilað inn í Steinunn segir brýnt að greina þessi gögn og komast að því sem býr að baki þessari styttingu. Hún segir að það hljóti að vera forgangsmál hjá embætti landslæknis því að stytting ævilengdar sé mikið áhyggjuefni. Hún segir ýmsar mögulegar orsakir vera á styttingunni, svo sem langur biðtími hjá heilsugæslum, lélegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og áfengisneysla Íslendinga sem eykst í sífellu á meðan hún dregst saman hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. „Það er líka spurning hvenær maður sér afleiðingarnar af einhverju sem gerist nokkrum árum áður. Ef það er greiningartöf gagnvart alvarlegum sjúkdómum, krabbameinum og svo framvegis,“ segir Steinunn. Óásættanleg þróun Hún segir brýnt að embætti landlæknis hefji greiningarvinnu til að komast að því hvað sé á seyði. „Ég myndi halda að embætti landlæknis væri með góð tök á því að greina þetta. Embættið hefur til dæmis verið að skoða þessi umframdauðsföll vegna veirupesta og umgangspesta. Þannig ég held að svörin ættu alveg að vera til ef maður bara leggst í smá greiningarvinnu,“ segir Steinunn. „En eins og þetta horfir við manni núna er þetta auðvitað óásættanleg þróun og við verðum að vita nákvæmlega hvað það er sem er að fara úrskeiðis og hvar þurfum við að grípa inn í ekki seinna en strax,“ segir Steinunn. Steinunn segir að við sem samfélag eigum heimtingu á að vita hvað búi þessari þróun að baki. Fleiri ár en ekki betri Þjóðin er að eldast, hvernig erum við að eldast? „Tölur eru svolítið misjafnar hvað það varðast. Ævin er að lengjast en góð ár, þeim er ekkert endilega að fjölga. Við eigum fleiri ár þar sem við erum lasburða og hrum,“ segir Steinunn. „Ég held að allir vilji lifa vel og kannski langi ekkert í mjög mörg lokaár sem eru krefjandi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira