Fótbolti

Brasilísk goð­sögn rænd í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zico er meðlimur brasílísku Ólympíunefndinni.
Zico er meðlimur brasílísku Ólympíunefndinni. Getty/Hiroki Watanabe/

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Zico lenti í óskemmtilegri uppákomu í París þar sem hann var mættur til að fylgjast með Ólympíuleikunum.

Zico var að fara að taka leigubíl við hótel sitt þegar bíræfnir þjófar komu og rændu einni töskunni af honum. 

Le Parisien segir frá málinu og að í töskunni hafi verið meðal annars rándýrt úr, demantahálsmein og peningaseðlar. Verðmætið í töskunni meira en 64 milljónir íslenskra króna. AFP hefur eftir aðila sem kemur að rannsókninni að virði þýfisins sé ekki nánda nærri svo mikið.

Zico er í brasilísku Ólympíunefndinni og því mættur á leikana sem verða settir á eftir.

Zico er orðinn 71 árs gamall. Þegar hann var á leiðinni í burtu með leigubíl þá kom einhver og stoppaði bílinn á meðan annar fór í skottið og tók töskuna. Franska lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu.

Zico var á hápunkti frægðar sinnar í upphafi níunda áratugarins og var allt í öllu í hinu stórkostlega brasilíska landsliði á HM á Spáni 1982.

Hann skoraði alls 48 mörk í 71 landsleik fyrir Brasilíu en hann spilaði í þremur heimsmeistarakeppnum eða HM 1978, HM 1982 og HM 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×