Forsætisráðherra Ísraels segir að Hezbollah samtökin muni gjalda fyrir loftárás sem gerð var á hernumið svæði Ísraels á Gólanhæðum. Tólf börn létust í árásinni.
Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga.
Þá sjáum við frá kjördegi í Venesúela þar sem forsetakosningar fara fram og skoðum stærstu skeifu heims sem staðsett er í Laugardal.