Kom pólitík nálægt Brákarborgarfúskinu? Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. júlí 2024 07:21 Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður. Mikilvægasta atriði sögunnar var að smiði var fyrirskipað af þeim sem stýrðu framkvæmdum að leggja parkett á blauta steypu. Þessu mótmælti smiðurinn en varð að láta undan. Hann hóf þó ekki verkið fyrr en hann fékk það uppáskrifað að hann bæri ekki ábyrgð á því. Stuttu eftir höfuðstöðvarnar voru opnaðir árið 2003 var parkettið, sem smiðurinn lagði, fjarlægt. Sem sagt, stjórnendur skikkuðu smiðinn til að vinna ófaglega svo að hægt væri að opna Orkuveituhúsið á réttum tíma. Aukakostnaður skattgreiðenda af fúskinu skipti engu máli. Þessa sögu má meðal annars kynna sér betur hér: Brákarborgarfærsla þáverandi borgarstjóra haustið 2022 Nokkrum mánuðum eftir samtal mitt við iðnaðarmennina í Mjóddinni, eða hinn 2. október 2022, birti þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svohljóðandi færslu á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter: „Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!““ Þessi færsla borgarstjórans fyrrverandi vísar til byggingar leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi 150-152 en haustið 2022 fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaunin Grænu skófluna fyrir þá byggingu. Þessi framkvæmd þótti hins vegar umdeild á kjörtímabilinu 2018–2022 í ljós þess mikla kostnaðar sem hlytist af því að kaupa upp mannvirki á lóðinni og endurgera þau sem leikskóla. Varlega áætlað nam kostnaður skattgreiðenda við bygginguna að lágmarki 1.500 milljónum króna, mælt á gildandi verðlagi. Brákarborgarþakið og grastorfan Hinn 24. júlí síðastliðinn var það gert opinbert að burðarvirki Brákarborgar þyldi ekki það álag sem fylgdi grastorfu á þaki hússins. Af því leiddi að sprungur voru farnar að myndast á veggjum og hurðir voru farnar að skekkjast í dyrakörmum. Með öðrum orðum, verðlaunabygging, sem er innan við tveggja ára gömul, er verulega skemmd vegna mistaka við gerð byggingarinnar. Ein afleiðing þessa er að til lengri eða skemmri tíma, þarf að flytja starfsemi Brákarborgar í óhentugt húsnæði í Ármúlanum. Um töluverða röskun er að ræða fyrir starfsfólk leikskólans, börnin sem sækja skólann og foreldra þeirra sem og aðra aðstandendur. Vangaveltur Sagan sem hér var sögð í upphafi af byggingu Orkuveituhússins að Bæjarhálsi varpar ljósi á tiltölulega þekkt atriði, það er, að viss tilhneiging er í þá veru að standa ófaglega að opinberum framkvæmdum, meðal annars vegna óeðlilegs pólitísks þrýstings að verkið sé klárað innan tiltekins tíma, svo sem skömmu fyrir kosningar. Atriðum af þessum toga má velta fyrir sér í Brákarborgarmálinu. Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins. Eða hvernig gat það gerst, að verkefni sem hafði verið mörg ár í undirbúningi, skyldi enda með því að grastorfa var sett á þak leikskólans sem burðarvirkið þoldi ekki? Hvar voru sérfræðingarnir sem reiknuðu þetta út og áttu að hafa eftirlit með framvindu verksins? Hvernig sem á Brákarborgarmálið er litið þá þarf að komast í botns í því. Einnig þá vinkla málsins sem varða pólitíska hlið þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður. Mikilvægasta atriði sögunnar var að smiði var fyrirskipað af þeim sem stýrðu framkvæmdum að leggja parkett á blauta steypu. Þessu mótmælti smiðurinn en varð að láta undan. Hann hóf þó ekki verkið fyrr en hann fékk það uppáskrifað að hann bæri ekki ábyrgð á því. Stuttu eftir höfuðstöðvarnar voru opnaðir árið 2003 var parkettið, sem smiðurinn lagði, fjarlægt. Sem sagt, stjórnendur skikkuðu smiðinn til að vinna ófaglega svo að hægt væri að opna Orkuveituhúsið á réttum tíma. Aukakostnaður skattgreiðenda af fúskinu skipti engu máli. Þessa sögu má meðal annars kynna sér betur hér: Brákarborgarfærsla þáverandi borgarstjóra haustið 2022 Nokkrum mánuðum eftir samtal mitt við iðnaðarmennina í Mjóddinni, eða hinn 2. október 2022, birti þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svohljóðandi færslu á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter: „Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!““ Þessi færsla borgarstjórans fyrrverandi vísar til byggingar leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi 150-152 en haustið 2022 fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaunin Grænu skófluna fyrir þá byggingu. Þessi framkvæmd þótti hins vegar umdeild á kjörtímabilinu 2018–2022 í ljós þess mikla kostnaðar sem hlytist af því að kaupa upp mannvirki á lóðinni og endurgera þau sem leikskóla. Varlega áætlað nam kostnaður skattgreiðenda við bygginguna að lágmarki 1.500 milljónum króna, mælt á gildandi verðlagi. Brákarborgarþakið og grastorfan Hinn 24. júlí síðastliðinn var það gert opinbert að burðarvirki Brákarborgar þyldi ekki það álag sem fylgdi grastorfu á þaki hússins. Af því leiddi að sprungur voru farnar að myndast á veggjum og hurðir voru farnar að skekkjast í dyrakörmum. Með öðrum orðum, verðlaunabygging, sem er innan við tveggja ára gömul, er verulega skemmd vegna mistaka við gerð byggingarinnar. Ein afleiðing þessa er að til lengri eða skemmri tíma, þarf að flytja starfsemi Brákarborgar í óhentugt húsnæði í Ármúlanum. Um töluverða röskun er að ræða fyrir starfsfólk leikskólans, börnin sem sækja skólann og foreldra þeirra sem og aðra aðstandendur. Vangaveltur Sagan sem hér var sögð í upphafi af byggingu Orkuveituhússins að Bæjarhálsi varpar ljósi á tiltölulega þekkt atriði, það er, að viss tilhneiging er í þá veru að standa ófaglega að opinberum framkvæmdum, meðal annars vegna óeðlilegs pólitísks þrýstings að verkið sé klárað innan tiltekins tíma, svo sem skömmu fyrir kosningar. Atriðum af þessum toga má velta fyrir sér í Brákarborgarmálinu. Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins. Eða hvernig gat það gerst, að verkefni sem hafði verið mörg ár í undirbúningi, skyldi enda með því að grastorfa var sett á þak leikskólans sem burðarvirkið þoldi ekki? Hvar voru sérfræðingarnir sem reiknuðu þetta út og áttu að hafa eftirlit með framvindu verksins? Hvernig sem á Brákarborgarmálið er litið þá þarf að komast í botns í því. Einnig þá vinkla málsins sem varða pólitíska hlið þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar