Logi snýr aftur í Njarðvíkurliðið: „Ofboðslega spennandi tími” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:00 Logi Gunnarsson er kominn aftur í slaginn en þó ekki sem leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson er orðinn aftur hluti af karlaliði Njarðvíkur eftir eins árs fjarveru en hann er nú mættur aftur í nýtt hlutverk. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial) UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial)
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik