Grunar vinstriöfgamenn um græsku Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 10:16 Lögreglumenn á brautarpalli á Norðurjárnbrautastöðinni í París á föstudag. Skemmdarverk voru unnin á háhraðalestarlínu að morgni opnunarhátíð Ólympíuleikanna. AP/Mark Baker Innanríkisráðherra Frakklands segir að grunur beinist að herskáum hópum vinstriöfgamanna vegna skemmdarverka sem voru unnin á hraðlestakerfi fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París. Frekari skemmdarverk voru unnin í gær. Ljósleiðarastrengir við teina hraðlestarlínunnar TGV sem tengir París til norðurs, vestur og austurs voru skemmdir þannig að aflýsa þurfti lestarferðum rétt fyrir upphaf Ólympíuleikanna á föstudag. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki en Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, ýjaði að því að vinstriöfgamenn ábyrgir, mögulega að áeggjan ónefndra aðila, í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta eru hefðbundnar aðferðir öfgavinstrisins. Við verðum að gæta okkar, spurningin er hvort að þeim hafi verið stýrt eða hvort að þetta var í þeirra eigin þágu. Það er fólk sem getur nálgast þessa hreyfingu,“ sagði Darmanin í véfréttarstíl. Um fimmtíu manns hefðu þegar verið handteknir sem hafi viljað vinna skemmdarverk eða standa fyrir róttækum mótmælum í París við upphaf leikanna. Spellvirkjar létu aftur til skarar skríða á aðfararnótt mánudags en þá voru skemmdir unnar á fjarskiptakerfi á fimm stöðum. Þær ollu einhverjum truflunum á fjarskiptaþjónustu en höfðu ekki áhrif á Ólympíuleikana, að sögn AP-fréttastofunnar. Lauren Nunez, lögreglustjórinn í París, gat ekki tjáð sig um hvort að tengsl væru á milli þeirra og skemmdanna sem voru unnar á lestarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta var undirbúin aðgerð. Ef þetta var ekki fólk sem vinnur fyrir okkur þá var þetta fólk sem hafði upplýsingar,“ segir Romain Bonenfant, framkvæmdastjóri Sambands franskra fjarskiptafélaga. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Ljósleiðarastrengir við teina hraðlestarlínunnar TGV sem tengir París til norðurs, vestur og austurs voru skemmdir þannig að aflýsa þurfti lestarferðum rétt fyrir upphaf Ólympíuleikanna á föstudag. Enn liggur ekki fyrir hver var að verki en Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, ýjaði að því að vinstriöfgamenn ábyrgir, mögulega að áeggjan ónefndra aðila, í sjónvarpsviðtali í gær. „Þetta eru hefðbundnar aðferðir öfgavinstrisins. Við verðum að gæta okkar, spurningin er hvort að þeim hafi verið stýrt eða hvort að þetta var í þeirra eigin þágu. Það er fólk sem getur nálgast þessa hreyfingu,“ sagði Darmanin í véfréttarstíl. Um fimmtíu manns hefðu þegar verið handteknir sem hafi viljað vinna skemmdarverk eða standa fyrir róttækum mótmælum í París við upphaf leikanna. Spellvirkjar létu aftur til skarar skríða á aðfararnótt mánudags en þá voru skemmdir unnar á fjarskiptakerfi á fimm stöðum. Þær ollu einhverjum truflunum á fjarskiptaþjónustu en höfðu ekki áhrif á Ólympíuleikana, að sögn AP-fréttastofunnar. Lauren Nunez, lögreglustjórinn í París, gat ekki tjáð sig um hvort að tengsl væru á milli þeirra og skemmdanna sem voru unnar á lestarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þetta var undirbúin aðgerð. Ef þetta var ekki fólk sem vinnur fyrir okkur þá var þetta fólk sem hafði upplýsingar,“ segir Romain Bonenfant, framkvæmdastjóri Sambands franskra fjarskiptafélaga.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06 Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Óvíst hvort að skemmdarverkin hafi áhrif: Skipulagsleysi setur svip sinn á samgöngumál Óvíst er að svo stöddu hvort skemmdarverkin á lestarkerfinu í Frakklandi muni hafa áhrif á íslenska Ólympíuhópinn, þó að það geti haft áhrif á lið stærri þjóða. Aðalfararstjóri íslenska hópsins segist verða var við gífurlega öryggisgæslu á svæðinu. 26. júlí 2024 12:06
Skemmdarverk unnin á hraðlestarlínum umhverfis París Skemmdarverk voru unnin á lestarkerfinu í Frakklandi í nótt, sem talsmenn franska lestarfyrirtækisins SNCF segja hafa miðað að því að lama kerfið. 26. júlí 2024 07:58