Gæti gosið á næstu dögum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 11:58 Það dregur til tíðinda á Reykjanesinu. Vísir/Sigurjón Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur. Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent