Körfubolti

Wembanyama mætti 57 sentí­metra minni manni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og sjá má er gríðarlega mikill hæðarmunur á Victori Wembanyama og Yuki Togashi.
Eins og sjá má er gríðarlega mikill hæðarmunur á Victori Wembanyama og Yuki Togashi.

Óhætt er að segja að andstæður hafi mæst þegar Frakkland og Japan áttust við í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París í dag.

Victor Wembanyama er aðalstjarna franska liðsins. Hann er gríðarlega hávaxinn, eða 2,24 metrar á hæð.

Leikstjórnandi japanska liðsins, Yuki Togashi, er öllu minni en hann er skráður 1,67 metrar á hæð.

Myndir náðust af þeim Wembanyama og Togashi í leiknum og þá sást 57 sentímetra hæðarmunurinn á þeim bersýnilega.

Frakkar höfðu betur í leiknum, 90-94, eftir framlengingu. Wembanyama skoraði átján stig, tók ellefu fráköst, gaf sex stoðsendingar, varði tvö skot og stal boltanum tvisvar.

Togashi hafði hægt um sig í leiknum. Hann lék tæpar tólf mínútur og skoraði þrjú stig.

Frakkar eru á toppi B-riðils með fjögur stig en Japanir eru með tvö stig í 3. sæti riðilsins. Í kvöld mætast heimsmeistarar Þjóðverja Brasilíumönnum í sama riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×