Kanada komst áfram þrátt fyrir að missa sex stig vegna njósnaskandalsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 21:18 Leikmenn kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta fagna sigurmarki Vanessu Gilles gegn Kólumbíu. getty/Marc Atkins Riðlakeppni fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum lauk í dag. Þrátt fyrir að hafa misst sex stig vegna njósnaskandalsins komst Kanada áfram í átta liða úrslit. Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira
Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Sjá meira