„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 11:12 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Helga sem hefst á orðunum: „Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum.“ „Er klárlega mannlegur. Kannski um of – eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu á botninn er hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararríkissaksóknari.“ Í morgun fjallaði Vísir um mörg ummæli og „læk“ Helga á samfélagsmiðlum sem hafa vakið eftirtekt. Nánar má lesa um það hér. Stendur enn á sínu Í færslu Helga minnist hann á nokkur ummæli sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, en segist þó enn standa á sinni skoðun. „Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil,“ segir Helgi og vísar þar með til ummæla sem hann viðhafði árið 2022 þegar mikil umræða hafði skapast um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús þá á Facebook og deildi frétt um málið. Í kjölfarið var hann áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Nú segist Helgi Magnús enn standa fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. „Enn fastar stend ég á því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.“ Helgi segist glaður áminna sjálfan sig, en hann sér ekki tilefni til að slík áminning komi frá yfirmanni hans eða dómsmálaráðherra. En líkt og greint hefur verið frá hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. „Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Meira getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.“ Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Stjórnsýsla Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Helga sem hefst á orðunum: „Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum.“ „Er klárlega mannlegur. Kannski um of – eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu á botninn er hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararríkissaksóknari.“ Í morgun fjallaði Vísir um mörg ummæli og „læk“ Helga á samfélagsmiðlum sem hafa vakið eftirtekt. Nánar má lesa um það hér. Stendur enn á sínu Í færslu Helga minnist hann á nokkur ummæli sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, en segist þó enn standa á sinni skoðun. „Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil,“ segir Helgi og vísar þar með til ummæla sem hann viðhafði árið 2022 þegar mikil umræða hafði skapast um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús þá á Facebook og deildi frétt um málið. Í kjölfarið var hann áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Nú segist Helgi Magnús enn standa fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. „Enn fastar stend ég á því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.“ Helgi segist glaður áminna sjálfan sig, en hann sér ekki tilefni til að slík áminning komi frá yfirmanni hans eða dómsmálaráðherra. En líkt og greint hefur verið frá hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. „Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Meira getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.“
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Stjórnsýsla Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira