Kveikur frá Stangarlæk fallinn Jón Þór Stefánsson skrifar 2. ágúst 2024 14:16 Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum árið 2018 þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann. Mynd/Jens Einarsson Hesturinn Kveikur frá Stangarlæk var felldur í gær eftir að hafa fengið hrossasótt í Hollandi. Hann var tólf vetra gamall. Gitte Fast Lambertsen, eigandi Kveiks, greinir frá þessu á Facebook, en Eiðfaxi greinir jafnframt frá tíðindunum. Hún segir að hann hafi farið á dýraspítala vegna einkenna hrossasóttar á miðvikudagskvöld. Í fyrstu voru merki um að honum væri að batna, en í gærmorgun fór ástand hans versnandi og því fór hann í aðgerð. Í ljós kom að snúið væri upp á líffæri Kveiks og hann með æðaskemmdir. Í færslu Gitte segir að eftir aðgerðina hafi þau vonast til að hann myndi ná sér, en allt kom fyrir ekki. Árið 2020 var greint frá því að Kveikur, sem var kallaður stjarna Landsmótsins 2018, hefði verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Kaupverðið var þó ekki gefið upp. „Við í Lindholm Hoje erum miður okkar. Hugur okkar er hjá þessum einstaka hesti, sem er ekki lengur á meðal okkar. Auðvitað vorkennum við sjálfum okkur, en við hugsum líka til fólksins sem ræktaði hann á Stangarlæk, og fyrrverandi þjálfara og knapa sem sýndi þennan hest frábærlega á Landsmótinu 2018,“ segir í færslu Gitte. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Skráð afkvæmi Kveiks í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestins, voru 550 talsins. Á vef Eiðfaxa segir að Kveikur hafði verið að stimpla sig inn meðal fremstu kynbótahesta. Afkvæmi hans hafi vakið verðskuldaða athygli á nýliðnu Landsmóti. „Afkvæmi hans munu bera hróður hans um ókomna tíð.“ Dýr Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Gitte Fast Lambertsen, eigandi Kveiks, greinir frá þessu á Facebook, en Eiðfaxi greinir jafnframt frá tíðindunum. Hún segir að hann hafi farið á dýraspítala vegna einkenna hrossasóttar á miðvikudagskvöld. Í fyrstu voru merki um að honum væri að batna, en í gærmorgun fór ástand hans versnandi og því fór hann í aðgerð. Í ljós kom að snúið væri upp á líffæri Kveiks og hann með æðaskemmdir. Í færslu Gitte segir að eftir aðgerðina hafi þau vonast til að hann myndi ná sér, en allt kom fyrir ekki. Árið 2020 var greint frá því að Kveikur, sem var kallaður stjarna Landsmótsins 2018, hefði verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Kaupverðið var þó ekki gefið upp. „Við í Lindholm Hoje erum miður okkar. Hugur okkar er hjá þessum einstaka hesti, sem er ekki lengur á meðal okkar. Auðvitað vorkennum við sjálfum okkur, en við hugsum líka til fólksins sem ræktaði hann á Stangarlæk, og fyrrverandi þjálfara og knapa sem sýndi þennan hest frábærlega á Landsmótinu 2018,“ segir í færslu Gitte. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ sagði Aðalheiður Anna knapi í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson sumarið 2018. Þá var Kveikur hafður í sæðingum, í stað þess að eltast við merar úti í móa, og eftirspurn mikil eftir frammistöðuna á landsmótinu. Folatollurinn hljóðaði upp á 250 þúsund krónur og var reiknað með því að það yrði notað á um hundrað merar það sumar. Skráð afkvæmi Kveiks í Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestins, voru 550 talsins. Á vef Eiðfaxa segir að Kveikur hafði verið að stimpla sig inn meðal fremstu kynbótahesta. Afkvæmi hans hafi vakið verðskuldaða athygli á nýliðnu Landsmóti. „Afkvæmi hans munu bera hróður hans um ókomna tíð.“
Dýr Hestar Hestaíþróttir Landsmót hestamanna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira