Soufiane Rahimi opnaði markareikning Marokkómanna af vítapunktinum á 29. mínútu.
Þar við sat í hálfleik en mörkin hrúguðust inn í þeim seinni. Ilias Akhomach setti annað markið á 63. mínútu, það þriðja var svo smíði Achraf Hakimi á 70. mínútu og El Mehdi Maouhoub setti smiðshöggið á fyrstu mínútu uppbótartíma, aftur var það af vítapunktinum.
Marokkó varð þar með fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit. Þar munu þeir mæta annað hvort Spáni eða Japan en leikur þeirra hófst klukkan 15:00.