„Ótrúlegt“ að Halla hafi ekki verið fyrsta frétt RÚV Ólafur Björn Sverrisson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 2. ágúst 2024 18:01 Sif forsetaritari furðar sig á því að Halla hafi ekki verið aðalnúmerið í fréttatíma Ríkisútvarpsins. Vísir Það vakti athygli í gærkvöldi að innsetning Höllu Tómasdóttur sem sjöundi forseti lýðveldisins hafi ekki verið fyrsta frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þess í stað var frétt um að samhæfing í viðbrögðum við jökulhlaupum væri ábótavant. Brýnar upplýsingar til almennings, að sögn vaktstjóra kvöldfrétta RÚV. Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“ Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira
Þetta fréttamat ritstjórnar RÚV virðist hafa farið illa í marga. Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, birti til að mynda Facebookfærslu þar sem hún gerir uppröðunina að umtalsefni. „Það er eitthvað ósagt þarna hjá þeim sem lögðu upp fréttatímann,“ vill Anna Sigrún meina. Undir þá færslu gerði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari athugasemd þar sem hún segir málið „ótrúlegt“. a Í Facebookfærslu sakar Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður fréttastofu Ríkisútvarpsins um að stjórnast af „duttlungum vinstri starfsmanna stofnunarinnar“ sem beiti henni óspart í „eigin pólitíska þágu“. Sif Gunnarsdóttir forsetaritari er ekki sátt. „Ég er ekki viss um að innsetning Katrínar Jakobsdóttur hefði verið önnur frétt á í gærkvöldi hefði hún verið kosin forseti. Stofnunin gengur sjálfala eftir stefnu sem starfsfólk hennar markar henni sjálft og litast af pólitískum skoðunum þeirra. Og við sem borgum brúsann höfum ekkert um það að segja,“ skrifar Jón Axel. Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og fræðimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson taka undir, segja fréttastofuna líta á sig sem dónalega yfirstofnun sem sé í raun stjórnlaus. Umræða um málið hefur spunnist víðar. Á DV birtist í dag nafnlaus pistill undir fyrirsögninni „Orðið á götunni: Fréttastofa RÚV í fýlu – getur ekki falið svekkelsið“ Þar er ýjað að því að fréttastofa RÚV sé „enn ekki komin yfir það að sameiginlegur frambjóðandi hennar og skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, skuli ekki hafa náð kjöri í forsetakosningunum í vor.“ Svekkelsið ráði för í fréttamati. Engar algildar reglur Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður Ríkisútvarpsins og vaktstjóri gærdagsins svarar þessum ásökunum í skriflegu svari til Vísis. Hún segir fréttastofu RÚV gegna mörgum hlutverkum og taki þau alvarlega. Eitt mikilvægasta hlutverkið sé almannavarnahlutverkið. Sigríður Hagalín Björnsdóttir. „Röðun í fréttatíma er byggð á fréttamati á hverjum tíma, og engar algildar reglur gilda um hana. Í gær fjallaði fyrsta frétt um alvarlegar brotalamir á vöktunarkerfinu í kringum Kötlu, sem komu í ljós í hlaupinu fyrir fáum dögum. Við mátum þetta sem brýnar upplýsingar til almennings, ekki síst í ljósi náttúruhamfara undanfarinna mánaða,“ segir í svari Sigríðar. „Ríkisútvarpið hafði sinnt innsetningu Höllu Tómasdóttur í embætti forseta af alúð allan daginn, í beinni útsendingu, og viðburðinum var líka gert hátt undir höfði í fréttatímanum.“
Ríkisútvarpið Forseti Íslands Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Sjá meira