„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 13:30 Guðlaugur Þór ræddi meðal annars aðkomu hans að nýsköpunarverkefnum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira