„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 13:30 Guðlaugur Þór ræddi meðal annars aðkomu hans að nýsköpunarverkefnum í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Guðlaugur var spurður út í bandaríska fyrirtækið Running Tide, sem lagði upp laupana í byrjun sumars í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Fyrirtækið var með starfsemi á Akranesi og hefur verið fjallað um að það hafi fengið hraða meðferð í gegnum íslenska stjórnsýslu og starfsemin ekki verið undir neinu eftirliti. „Ég hef alla jafna talað vel um nýsköpun og þarna er um það að ræða. Þeir settu mikla fjármuni í þetta sem nýttist íslensku efnahagslífi. Svo hættu þeir starfsemi,“ sagði Guðlaugur Þór. Var það ekki óábyrgt af þér og tveimur samráðherrum þínum að tala máli fyrirtækisins án þess að vita nákvæmlega hvað átti eftir að gerast? „Þá hef ég nú margt á samviskunni. Ég fór að hugsa: Er þetta í fyrsta skipti sem þú gerir þetta? Nei, þú hefur alltaf gert það. Við setjum milljarðatugi í nýsköpunarstyrki. Alla jafna þegar kemur að nýsköpun, sama á hvaða sviði það er þá er mjög lítill hluti sem gengur.“ Sagði Guðlaugur Þór í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann nefnir það að hafa talað máli Kerecis í eyru bandarískra stjórnvalda fyrir nokkrum árum, áður en fyrir lá að afurðir fyrirtækisins myndu nýtast eins vel og þær gera en Kerecis framleiðir sárabindi, sem nýtast til dæmis við meðferð brunasára, úr fiskroði. „Ef það hefði ekki gengið upp hefðirðu spurt mig þessarar spurningar: Var það ekki frekar ábyrgðarlaust af þér að tala um svona framúrstefnulega hugmynd að nota fiskroð í brunasár. Eiga stjórnmálamenn að setjast niður og pikka út þegar kemur að nýsköpun hvað þeim finnst vera gott?“ spurði Guðlaugur. „Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun. Ég hef gert það alla tíð. Það er hins vegar fullt, og við erum búin að gleyma því mörgu, sem okkur fannst mjög spennandi á sínum tíma og gekk ekki mjög vel. Eigum við að tala um Oz og Decode? Það er svolítið magnað að bæði þau fyrirtæki skiluðu svo miklu í framhaldinu, bara með öðrum hætti.“ Hlusta má á viðtalið við Guðlaug Þór í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Nýsköpun Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira