Ólafur Vignir píanóleikari látinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 22:32 Ólafur Vignir Albertsson. Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er látinn. Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu: „Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar, múrarameistara, og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn. Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964. Ólafur Vignir var skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarbakka frá 1961 til 1963 og skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965 til 1993. Ólafur Vignir var kennari og meðleikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1993 til 2006. Á tónlistarferli sínum lék Ólafur Vignir á miklum fjölda tónleika innanlands, í Evrópu og í Norður-Ameríku. Hljómplöturnar og geisladiskarnir sem hann lék inn á, með öllum fremstu söngvurum landsins, eru 50 til 60 talsins. Auk þess liggur eftir hann ótölulegur fjöldi hljóðritana, bæði í Ríkisútvarpi og Sjónvarpi, þar sem hann leikur með fjölda söngvara. Síðustu 20 árin ritskýrði hann, í samstarfi við Jón Kristinn Cortez, vandaðri útgáfu af íslenskum sönglögum og heildarútgáfum verka margra íslenskra tónskálda sem gefin hafa verið út af tónverkamiðstöðinni Ísalögum. Ólafur Vignir kvæntist Þuríði Einarsdóttur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Albert, kvæntur Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur, Inga Rún, gift Steinari B. Val Sigvaldasyni, og Anna Dís. Barnabörnin eru fimm, þar af fjögur á lífi, og barnabarnabörnin tvö. Útför Ólafs Vignis Albertssonar fer fram frá Hallgrímskirkju þann 12. ágúst næstkomandi klukkan 13.“ Andlát Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
„Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar, múrarameistara, og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsmóður. Yngri systur Ólafs Vignis eru Sesselja Margrét Albertsdóttir, Guðný Böðvarsdóttir og Alberta Guðrún Böðvarsdóttir er lést 5. maí síðastliðinn. Tónlistarhæfileikar Ólafs Vignis komu snemma í ljós. Áður en hann hóf nám í barnaskóla var hann farinn að spila lög eftir eyranu á píanó sem hann hafði heyrt í útvarpinu. Eftir nám í Verslunarskóla Íslands, lauk Ólafur Vignir einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann fór síðan í framhaldsnám í píanóleik við Royal Academy of Music í London á árunum 1963 og 1964. Ólafur Vignir var skólastjóri Tónlistarskóla Eyrarbakka frá 1961 til 1963 og skólastjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar frá 1965 til 1993. Ólafur Vignir var kennari og meðleikari við Söngskólann í Reykjavík frá 1993 til 2006. Á tónlistarferli sínum lék Ólafur Vignir á miklum fjölda tónleika innanlands, í Evrópu og í Norður-Ameríku. Hljómplöturnar og geisladiskarnir sem hann lék inn á, með öllum fremstu söngvurum landsins, eru 50 til 60 talsins. Auk þess liggur eftir hann ótölulegur fjöldi hljóðritana, bæði í Ríkisútvarpi og Sjónvarpi, þar sem hann leikur með fjölda söngvara. Síðustu 20 árin ritskýrði hann, í samstarfi við Jón Kristinn Cortez, vandaðri útgáfu af íslenskum sönglögum og heildarútgáfum verka margra íslenskra tónskálda sem gefin hafa verið út af tónverkamiðstöðinni Ísalögum. Ólafur Vignir kvæntist Þuríði Einarsdóttur árið 1957, en hún lést 5. mars síðastliðinn. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Albert, kvæntur Sveinbjörgu Rósu Sumarliðadóttur, Inga Rún, gift Steinari B. Val Sigvaldasyni, og Anna Dís. Barnabörnin eru fimm, þar af fjögur á lífi, og barnabarnabörnin tvö. Útför Ólafs Vignis Albertssonar fer fram frá Hallgrímskirkju þann 12. ágúst næstkomandi klukkan 13.“
Andlát Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira