Grét þegar hann missti af medalíu og undanþágu frá herskyldu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2024 14:45 Tom Kim var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikunum. getty/Kevin C. Cox Suður-kóreski kylfingurinn Tom Kim var afar vonsvikinn og felldi tár þegar hann komst ekki á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í París. Hann missti ekki bara af medalíu heldur einnig undanþágu frá herþjónustu í heimalandinu. Kim lék vel á Ólympíuleikunum og lék hringina fjóra á samtals þrettán höggum undir pari. Hann endaði í 8. sæti og var fjórum höggum frá verðlaunasæti. Myndir náðust af Kim í klúbbhúsinu þar sem hann brynnti músum. Ef hann hefði komist á pall hefði hann nefnilega sloppið við að gegna herþjónustu í Suður-Kóreu. Samkvæmt lögum í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herþjónustu í 18-21 mánuð áður en þeir verða 28 ára. Sumir geta fengið undanþágu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og þá senda ríkar fjölskyldur oft börn sín í skóla erlendis til að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og sleppa þar með við herskylduna. Þeir sem vinna til verðlauna á Ólympíuleikum eða gull á Asíuleikum þurfa heldur ekki að fara í herinn. Kim gæti enn sloppið við að gegna herþjónustu ef hann vinnur Asíuleikana eftir tvö ár eða til verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár. Hinn 22 ára Kim hefur unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og varð annar á Opna breska meistaramótinu í fyrra. Golf Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Kórea Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kim lék vel á Ólympíuleikunum og lék hringina fjóra á samtals þrettán höggum undir pari. Hann endaði í 8. sæti og var fjórum höggum frá verðlaunasæti. Myndir náðust af Kim í klúbbhúsinu þar sem hann brynnti músum. Ef hann hefði komist á pall hefði hann nefnilega sloppið við að gegna herþjónustu í Suður-Kóreu. Samkvæmt lögum í Suður-Kóreu þurfa allir karlmenn að gegna herþjónustu í 18-21 mánuð áður en þeir verða 28 ára. Sumir geta fengið undanþágu vegna líkamlegra eða andlegra kvilla og þá senda ríkar fjölskyldur oft börn sín í skóla erlendis til að fá tvöfaldan ríkisborgararétt og sleppa þar með við herskylduna. Þeir sem vinna til verðlauna á Ólympíuleikum eða gull á Asíuleikum þurfa heldur ekki að fara í herinn. Kim gæti enn sloppið við að gegna herþjónustu ef hann vinnur Asíuleikana eftir tvö ár eða til verðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles eftir fjögur ár. Hinn 22 ára Kim hefur unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og varð annar á Opna breska meistaramótinu í fyrra.
Golf Ólympíuleikar 2024 í París Suður-Kórea Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira