Maður grunaður um tilefnislausa stunguárás í varðhaldi síðan í janúar Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2024 17:26 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur á hendur karlmanni á fimmtugsaldri sem er grunaður um tilraun til manndráps í janúar á þessu ári. Hann hefur verið ákærður fyrir að stinga annan mann af tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. janúar, strax í kjölfar atviksins sem málið varðar. Hann hefur því sætt varðhaldi í rúma sex mánuði, sem munu verða orðnir sjö talsins þegar núgildandi úrskurður rennur úr gildi þann 27. ágúst næstkomandi. Aðalmeðferð í máli mannsins mun fara fram í byrjun september mánaðar. Atlaga sem hefði getað verið lífshættuleg Að mati dómskvaddra matsmanna er maðurinn talinn sakhæfur, en hann neitar sök í málinu. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Var að hlaupa undan þegar hann áttaði sig á stungunni Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinkona hans segjast hafa verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Blóðugur hnífur á heimili árásarmannsins Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. janúar, strax í kjölfar atviksins sem málið varðar. Hann hefur því sætt varðhaldi í rúma sex mánuði, sem munu verða orðnir sjö talsins þegar núgildandi úrskurður rennur úr gildi þann 27. ágúst næstkomandi. Aðalmeðferð í máli mannsins mun fara fram í byrjun september mánaðar. Atlaga sem hefði getað verið lífshættuleg Að mati dómskvaddra matsmanna er maðurinn talinn sakhæfur, en hann neitar sök í málinu. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Var að hlaupa undan þegar hann áttaði sig á stungunni Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinkona hans segjast hafa verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Blóðugur hnífur á heimili árásarmannsins Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent