„Við mætum þessu með því að stækka fánann“ Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. ágúst 2024 10:56 Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir að fáninn verði stækkaður í dag. Vísir/Vésteinn Bæjarráð í Hveragerði ákvað á fundi sínum í morgun að stækka regnbogafánann eftir að unnin voru á honum skemmdarverk í nótt. Starfsfólk bæjarins hefur vinnu við stækkuna í dag. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin. Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir aðkomuna að regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði í morgun hafa verið ömurlega. Fáninn var málaður á götuna í gær í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir. Skemmdarverk voru unnin á fánanum í nótt og hatursorðræða rituð á hann. Klippa: Pétur G. Markan um aðkomuna að regnbogafánanum „Þetta eru vonbrigði. Við vorum hérna í gær að mála. Ungviði og eldri,“ segir Pétur og að það hafi verið mikil vonbrigði að koma svo að fánanum eins og hann var í morgun. Á sama tíma væri þessi hatursorðræða góð áminning um að grundvallarþættir í samfélagi eins og frelsi, virðing og mannréttindi séu ekki sjálfgefin eða sjálfsögð réttindi. Það þurfi að viðhalda baráttunni. Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn Hann segir þennan hatursáróður stinga í stúfa við það sem Hvergerðingar standi fyrir. Samfélagið sé hlýtt og opið og þau vilji standa fyrir því. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn.“ Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn Pétur segir þetta augljóslega hatursorðræðu og brugðist sé við því með viðeigandi hætti. Lögreglan hafi þegar tekið þetta út en að fyrst og fremst vilji þau mæta þessu með kærleika og alls ekki þagga málið niður. Því hafi hann viljað til dæmis vekja athygli á þessum skemmdarverkum áður en það yrði málað yfir þau. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því.“ Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.vísir/vésteinn Til rannsóknar hjá lögreglu Hann segir ekki vitað hver var að verki og það sé verkefni annarra að komast að því. Verkefna bæjaryfirvalda sé að taka utan um verkefnið og eyða út hatrinu. Hann segir að umræðan verði tekin upp meðal fullorðinna og barna. Hatrinu sé aðeins úthýst með því að ávarpa það. „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“ Hveragerði Hinsegin Tengdar fréttir Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04 Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir aðkomuna að regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði í morgun hafa verið ömurlega. Fáninn var málaður á götuna í gær í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir. Skemmdarverk voru unnin á fánanum í nótt og hatursorðræða rituð á hann. Klippa: Pétur G. Markan um aðkomuna að regnbogafánanum „Þetta eru vonbrigði. Við vorum hérna í gær að mála. Ungviði og eldri,“ segir Pétur og að það hafi verið mikil vonbrigði að koma svo að fánanum eins og hann var í morgun. Á sama tíma væri þessi hatursorðræða góð áminning um að grundvallarþættir í samfélagi eins og frelsi, virðing og mannréttindi séu ekki sjálfgefin eða sjálfsögð réttindi. Það þurfi að viðhalda baráttunni. Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn Hann segir þennan hatursáróður stinga í stúfa við það sem Hvergerðingar standi fyrir. Samfélagið sé hlýtt og opið og þau vilji standa fyrir því. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn.“ Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn Pétur segir þetta augljóslega hatursorðræðu og brugðist sé við því með viðeigandi hætti. Lögreglan hafi þegar tekið þetta út en að fyrst og fremst vilji þau mæta þessu með kærleika og alls ekki þagga málið niður. Því hafi hann viljað til dæmis vekja athygli á þessum skemmdarverkum áður en það yrði málað yfir þau. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því.“ Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.vísir/vésteinn Til rannsóknar hjá lögreglu Hann segir ekki vitað hver var að verki og það sé verkefni annarra að komast að því. Verkefna bæjaryfirvalda sé að taka utan um verkefnið og eyða út hatrinu. Hann segir að umræðan verði tekin upp meðal fullorðinna og barna. Hatrinu sé aðeins úthýst með því að ávarpa það. „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“
Hveragerði Hinsegin Tengdar fréttir Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04 Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04
Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13