Hvar er restin af könnuninni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2024 07:30 Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið. Til að mynda hefur Evrópusambandið orðið að leggja traust sitt á Bandaríkin og NATO vegna stríðsins í Úkraínu. Þá hafa lægri vextir á evrusvæðinu ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar um langt árabil. Jafnvel á uppgangstímum. Markmiðið með þeim hefur verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Fyrir vikið hefur svæðið meðal annars þurft að glíma við verðhjöðnun sem er erfiðari viðureignar en verðbólga og birtingarmynd verra efnahagsástands. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Hins vegar er talsvert áhugaverðara að fleiri séu mjög andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en mjög hlynntir henni samkvæmt könnuninni. Þannig eru 22,5% mjög andvíg því að gengið verði í sambandið en 19,5% mjög hlynnt því. Þetta eru þeir hópar sem eru líklegastir til þess að láta málið stýra atkvæði sínu í þingkosningum en forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Þá verður ekki síður að teljast áhugavert að einungis 50,4% telji að hagur heimilanna myndi verða betri með inngöngu í Evrópusambandið en 49,6% að svo yrði ekki. Þar af um 25% að hagur þeirra yrði verri og hliðstætt hlutfall að staðan yrði óbreytt. Þessar niðurstöður eru óneitanlega afar athyglisverðar í ljósi þess hvernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu og linnulítils áróðurs Evrópusambandssinna þess efnis að allt yrði miklu betra ef gengið yrði í sambandið og evran tekin upp sem gjaldmiðill í stað krónunnar. Vantar hinn helminginn af könnuninni Hitt er svo annað mál að einungis helmingur niðurstaðna könnunarinnar hefur af einhverjum ástæðum verið birtur. Einnig var þannig spurt hvort afstaða fólks til sambands Íslands við Evrópusambandið hefði mikil, lítil eða engin áhrif á það hvaða flokk það hefði í hyggju að kjósa í næstu alþingiskosningum, hvort fólk hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur inngöngu Íslands í sambandið og hvort það hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Könnunin var gerð 12.-20. júní og niðurstöðurnar birtar 4. júlí. Það er að segja fyrir utan niðurstöðurnar varðandi áðurnefndar þrjár spurningar. Þær hafa sem fyrr segir ekki enn verið birtar. Þó er rúmur mánuður liðinn frá því að fyrri niðurstöðurnar voru birtar og fyrir vikið ekki beinlínis nýjar upplýsingar lengur. Kostnaðurinn við þrjár spurningar getur hæglega verið nokkur hundruð þúsund krónur. Teldi Evrópuhreyfingin sig hafa pólitískan hag af því að birta niðurstöður þeirra má gera ráð fyrir að þær hefðu þegar verið birtar. Verður restin af könnuninni birt núna? Mögulega verða niðurstöðurnar birtar í kjölfar þessarar greinar þó seint og um síðir yrði. Vonandi. Hafa má í huga í því sambandi þá staðreynd sem áður hefur verið komið inn á að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að Evrópusambandinu er þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um það. Einungis einn flokkur leggur áherzlu á málið, Viðreisn, sem hefur verið að mælast með á bilinu 7-10% fylgi sem aftur bendir ekki beinlínis til þess að málið sé mjög ofarlega á forgangslista kjósenda eða yfir höfuð að finna á honum. Hugsanlega er þar að finna ástæðuna fyrir því að afgangurinn af könnuninni hefur ekki enn verið birtur en þar var sem áður segir fjallað um það að hvaða marki afstaða fólks til inngöngu í Evrópusambandið hefði áhrif á það hvernig það gerði ráð fyrir að verja atkvæði sínu í næstu þingkosningum. Niðurstöðurnar hafi þannig mögulega sýnt að stuðningur við inngöngu í sambandið hefði mjög takmörkuð áhrif í þeim efnum ef einhver. Að minnsta kosti ekki þau áhrif sem forystumenn Evrópuhreyfingarinnar hafi vonazt eftir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 5. júlí 2024 11:22 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið. Til að mynda hefur Evrópusambandið orðið að leggja traust sitt á Bandaríkin og NATO vegna stríðsins í Úkraínu. Þá hafa lægri vextir á evrusvæðinu ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar um langt árabil. Jafnvel á uppgangstímum. Markmiðið með þeim hefur verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Fyrir vikið hefur svæðið meðal annars þurft að glíma við verðhjöðnun sem er erfiðari viðureignar en verðbólga og birtingarmynd verra efnahagsástands. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Hins vegar er talsvert áhugaverðara að fleiri séu mjög andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en mjög hlynntir henni samkvæmt könnuninni. Þannig eru 22,5% mjög andvíg því að gengið verði í sambandið en 19,5% mjög hlynnt því. Þetta eru þeir hópar sem eru líklegastir til þess að láta málið stýra atkvæði sínu í þingkosningum en forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Þá verður ekki síður að teljast áhugavert að einungis 50,4% telji að hagur heimilanna myndi verða betri með inngöngu í Evrópusambandið en 49,6% að svo yrði ekki. Þar af um 25% að hagur þeirra yrði verri og hliðstætt hlutfall að staðan yrði óbreytt. Þessar niðurstöður eru óneitanlega afar athyglisverðar í ljósi þess hvernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu og linnulítils áróðurs Evrópusambandssinna þess efnis að allt yrði miklu betra ef gengið yrði í sambandið og evran tekin upp sem gjaldmiðill í stað krónunnar. Vantar hinn helminginn af könnuninni Hitt er svo annað mál að einungis helmingur niðurstaðna könnunarinnar hefur af einhverjum ástæðum verið birtur. Einnig var þannig spurt hvort afstaða fólks til sambands Íslands við Evrópusambandið hefði mikil, lítil eða engin áhrif á það hvaða flokk það hefði í hyggju að kjósa í næstu alþingiskosningum, hvort fólk hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur inngöngu Íslands í sambandið og hvort það hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Könnunin var gerð 12.-20. júní og niðurstöðurnar birtar 4. júlí. Það er að segja fyrir utan niðurstöðurnar varðandi áðurnefndar þrjár spurningar. Þær hafa sem fyrr segir ekki enn verið birtar. Þó er rúmur mánuður liðinn frá því að fyrri niðurstöðurnar voru birtar og fyrir vikið ekki beinlínis nýjar upplýsingar lengur. Kostnaðurinn við þrjár spurningar getur hæglega verið nokkur hundruð þúsund krónur. Teldi Evrópuhreyfingin sig hafa pólitískan hag af því að birta niðurstöður þeirra má gera ráð fyrir að þær hefðu þegar verið birtar. Verður restin af könnuninni birt núna? Mögulega verða niðurstöðurnar birtar í kjölfar þessarar greinar þó seint og um síðir yrði. Vonandi. Hafa má í huga í því sambandi þá staðreynd sem áður hefur verið komið inn á að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að Evrópusambandinu er þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um það. Einungis einn flokkur leggur áherzlu á málið, Viðreisn, sem hefur verið að mælast með á bilinu 7-10% fylgi sem aftur bendir ekki beinlínis til þess að málið sé mjög ofarlega á forgangslista kjósenda eða yfir höfuð að finna á honum. Hugsanlega er þar að finna ástæðuna fyrir því að afgangurinn af könnuninni hefur ekki enn verið birtur en þar var sem áður segir fjallað um það að hvaða marki afstaða fólks til inngöngu í Evrópusambandið hefði áhrif á það hvernig það gerði ráð fyrir að verja atkvæði sínu í næstu þingkosningum. Niðurstöðurnar hafi þannig mögulega sýnt að stuðningur við inngöngu í sambandið hefði mjög takmörkuð áhrif í þeim efnum ef einhver. Að minnsta kosti ekki þau áhrif sem forystumenn Evrópuhreyfingarinnar hafi vonazt eftir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 5. júlí 2024 11:22
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun