Körfubolti

Banda­ríkin í úr­slit eftir þægi­legan sigur á Ástralíu

Siggeir Ævarsson skrifar
Þrátt fyrir að Ástralir reyndu að beita bellibrögðum dugði það þeim ekki til sigurs
Þrátt fyrir að Ástralir reyndu að beita bellibrögðum dugði það þeim ekki til sigurs vísir/Getty

Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta er komið í úrslitaleik Ólympíuleikanna eftir nokkuð þægilegan sigur á Ástralíu, 85-64.

Lokatölur leiksins gefa ef til vill ekki rétta mynd af þróun hans en sigur Bandaríkjanna hefði hæglega getað orðið mun stærri. Ástralir skoruðu aðeins ellefu og 13 stig í 2. og 3. leikhluta og staðan 66-40 fyrir loka leikhlutann þar sem Bandaríkjakonur gátu leyft sér að taka lífinu með ró.

Stigahæstu leikmenn Bandaríkjanna léku allar aðeins í kringum 20 mínútur, Breanna Stewart var stigahæst með 16, Jackie Young kom næst með 14 og Kahleah Cooper skoraði ellefu og tók sex fráköst líkt og Stewart sem bætti einnig við fimm stoðsendingum.

Bandaríska liðið hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum, en eina tapið kom á móti stjörnuliði WNBA deildarinnar þann 21. júlí.

Í úrslitum mæta Bandaríkin annað hvort liði Frakklands eða Belgíu, en undanúrslitaleikur þeirra liða fer fram núna klukkan 19:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×