Hvað segir Biggi Óli Sigmundsson eftir 14 ár í Englandi? Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. ágúst 2024 17:00 Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Bretland Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Sjá meira
Eins og allir vel vakandi og fróðleiksfúsir lesendur hér á Vísi vita, birti ég grein með fyrirsögninni „Brexit og ný aðför þjóðernissinna og hægri öfgamanna að velferð og öryggi landsins“ hér á Vísis-vefnum í gær. Mér óþekktur Íslendingur, sem býr í Englandi, sendi mér stuttu eftir birtingu greinarinnar þessi skilaboð á Facebook: „Sæll Ole. Ég hef lesið pistlana þína og fylgst með ritdeilu þinni við Hjört. Ég bý í Englandi og hef verið þar undanfarin 14 ár. Ég vildi bara láta þig vita að þú hittir naglann algjörlega á höfuðið með grein þinni um Brexit og hægri öfgamennina. Það er með ólíkindum að lesa svör Hjartar sem getur einungis flaggað háskólagráðu í Evrópufræðum en hefur aldrei búið í Evrópulandi utan Íslands. Þú sérð hvernig Íslandi er stjórnað þegar þú fylgist með úr fjarlægð, það sjónarhorn færðu ekki nema með samanburði og þann samanburð færðu ekki nema þú prófir að búa erlendis. Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Feitt letur og undirstrikanir eru mínar. Mér datt í hug, að lesendur hér hefðu áhuga á að vita af skoðun Íslendings, sem búsettur hefur verið lengi í Englandi og þekkir af eigin reynslu - hefur upplifað á eigin skinni - þá þróun mála og það ófremdarástand, sem upp hefur komið í Bretlandi og við höfum verið að fjalla um. Sjálfur bjó ég í 27 ár erlendis, mest í Þýzkalandi, eins hryggjarstykkja ESB, og fylgdist gjörla með allri þróun ESB-ríkjasambandsins, líka Evrunnar, líka Brexit, og það allt innanfrá, eins og fram hefur komið. Það er auðvitað gott, að fá svona staðfestingu á sinni greiningu og málflutningi, frá manni, sem veit nákvæmlega, hvað er að gerast, og, hvað verið er að tala um. Tilgangurinn með þessum pistli er þó líka og ekki síður, að vekja athygli á seinni hluta orðsendingar Bigga Óla. Af hverju skyldi hann, í leiðinni, vera að fárast yfir stjórnarfari hér, uppi á Íslandi, sem ég hef reyndar gert þúsund sinnum í flestum fjölmiðlum landsins!? Af hverju skyldi hann segja: „Ég kem aldrei til með að flytja aftur heim!“ Minn skilningur er sá, að Biggi Óli skynjar, að þeir, sem stjórnað hafa Íslandi síðustu ár og áratugi - þar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn hafa haft tögl og hagldir - séu nákvæmlega sams konar fólk, í grunninn sama fólkið, og þeir Bretar - og reyndar nokkrir Íslendingar, með Hjört J. framarlega í hópi - sem stóðu að og studdu Brexit í Bretlandi. Boris Johnson, Nigel Farage og kompaní börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB með hálfsannleika, rangfærslum og ósannindum, sem aðal vopn og verkfæri, á sama hátt og andstæðingar ESB, Evru og Evrópu hér á Íslandi berjast gegn inngöngu Íslands í ESB. Þetta eru í pólitískum skilningi sömu hóparnir, og aðferðafræði, bardagaðferðir, eru svipaðar. Hálfsannleikur, útúrsnúningar, rangfærslur, ósannindi, og, þetta allt nógu oft sagt, endurtekið og tuggið, þar til ýmsir trúa. Aðferðafræði nasjónalsósíalista í Þýskandi upp úr 1930. Þar fór þessi aðferðafræði vel í marga, til að byrja með, en endaði svo með ósköpum. Hér hafa margir líka trúað því lengi og vel, undarlegt nokk, að baráttan gegn ESB og Evru sé hagsmunabarátta fyrir þjóðina alla, án þess að skilja falsið og blekkinguna, það, að hér gengur baráttan mest út á það, að tryggja og viðhalda gömlum sérhagsmunahópum völd; tryggja völd, sérhagsmuni og auðæfi fárra útvaldra á kostnað hagnsmuna heildarinnar. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun