„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 19:30 Rigel Rivas og Betsy Contreras eru hælisleitendur frá Venesúela. Vísir/Ragnar Dagur Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela. Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela.
Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira