Þyrluflugmenn uggandi: „Klárt að þetta hefur neikvæð áhrif“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2024 15:08 Umræða um hvort erlend þyrlufyrirtæki lúti sömu kröfum og íslensk hefur sprottið upp í ferðaþjónustunni. Vísir Íslenskir þyrluflugmenn hafa áhyggjur af öryggi og eftirliti með erlendum ferðaþjónustufyrirtækjum sem sinna þyrluflugi hérlendis. Nokkuð er um að öryggisáætlunum sé ábótavant, bæði hjá íslenskum og erlendum fyrirtækjum að sögn sérfræðings hjá Ferðamálastofu. Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“ Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Myndband af þyrlu fyrirtækisins GlacierHeli vakti mikla athygli á dögunum, þar sem þyrlan sést lenda skuggalega nálægt Teslubifreið og valda skemmdum á lakki bílsins. Í kjölfarið hófst umræða innan ferðaþjónustubransans þar sem því var haldið fram að erlend þyrlufyrirtæki lúti ekki sömu kröfum og íslensk, hugsi aðeins um gróða og lítið um gæði vörunnar. Birgir Ómar framkvæmdastjóri Norðurflugs hefur sömuleiðis áhyggjur af öryggi farþega. „Þegar það gýs, sem er nærtækasta dæmið, þar sem það er gríðarlega þröngt loftrými og gríðarlegur fjöldi af flugvélum og þyrlum. Þá eru að koma inn erlendir aðilar sem við teljum að séu ekki nægjanlega hvíldir, eins og okkar flugmenn.“ Birgir vísar þar til lögbundins hvíldartíma flugmanna sem er lengri hér á landi en í ýmsum Evrópulöndum, en flugeftirlitsstofnun Evrópu hafi ekki viljað samræma. Fleira kemur til sem skekki samkeppni erlendra og innlendra aðila í ferðaþjónustu, líkt og hærri launakostnaður. „Það er náttúrlega klárt að þetta hefur neikvæð áhrif á reksturinn hjá okkur. Það er alveg á hreinu,“ segir Birgir. Sambærileg umræða hefur komið upp um erlend rútufyrirtæki, þegar slys verða. Ferðamálastofa hefur unnið að því að koma öllu leyfisveitingaferli á sama stað til að auðvelda erlendum fyrirtækjum að hefja hér starfsemi. „Við erum að vinna í einu kerfi, þessu samevrópska kerfi. Á meðan við gerum það er þetta opið með þessum hætti,“ segir Dagbjartur Brynjarsson, sérfræðingur á sviði öryggismála. Á sama hátt geti íslensk fyrirtæki komið sér fyrir erlendis án hindrana. Dagbjartur segir hins vegar að það séu gerðar strangar kröfur til fyrirtækja hér á landi. „Ég get alveg staðfest það að það eru ekkert allir tilbúnir með allar öryggisáætlanir, áður en lagt er af stað í ferðir. Það er enginn munur á erlendum ferðaþjónustuaðilum eða íslenskum í þeim efnum.“
Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira