Hafnar alfarið aðild þrátt fyrir ýmsar vísbendingar um annað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 10:35 Pétur Jökull Jónasson þegar hann mætti í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Pétur Jökull Jónasson, sakborningur í stóra kókaínmálinu, kom af fjöllum þegar saksóknari spurði hann út í ýmis gögn sem virðast tengja hann við skipulagningu innflutnings á miklu magni kókaíns frá Brasilíu til Íslands. Hann neitar alfarið sök í málinu. Pétur Jökull er ákærður fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsin og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Segist hafa átt erfitt með að fóta sig á Íslandi Pétur Jökull gaf fyrstur skýrslu fyrir dómi í dag. Hann mætti í fylgd fangavarða en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því að hann kom til landsins í febrúar. Hann áréttaði í upphafi að hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu og afþakkaði að greina frá nokkru að fyrra bragði við upphaf þinghaldsins. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari, byrjaði að spyrja Pétur Jökul út í ferðir hans árið 2022 þar sem hann kannaðist við að hafa dvalið í Brasilíu, Spáni, Íslandi og síðan í Taílandi. Hann myndi ekki alveg dagsetningar en það kæmi fram í vegabréfi. Hann upplýsti um símanúmerið sem hann notaði á Íslandi og var spurður út í ferðalög sín til Hollands og heimsókn til Brasilíu. Hann sagðist hafa verið að skemmta sér í Brasilíu og ætlað að æfa brasilískt jiu jitsu. Hann hefði ætlað að finna sér skóla til að æfa en Covid-reglur hefðu komið í veg fyrir æfingar á slíkum íþróttum. Aðspurður hefði hann ekki hitt neina Íslendinga þar. Dagmar upplýsti að á þeim tíma sem hann var í Brasilíu hefði gámnum með tæplega hundrað kílóum af kókaíni verið komið í skip og áleiðis í ferðalagið til Íslands. Pétur sagðist ekki vita neitt um það. Ástæðan fyrir öllu þessu flakki árið 2022 hefði verið sú að hann hefði átt erfitt með að fóta sig á Íslandi. Hann hefði verið að gera upp við sig hvort hann vildi vera á Spáni eða Brasilíu að æfa en svo endað í Taílandi. Kannaðist við Svedda tönn Daði Björnsson, Birgir Halldórsson, Páll Jónsson og Jóhannes Páll Durr hlutu allir fangelsisdóma í málinu fyrir aðild að innflutningnum. Pétur Jökull var spurður út í samband sitt við þessa menn. Hann sagðist ekki þekkja neina og aldrei hafa hitt þá, fyrir utan Birgi. „Ég kannast við hann. Man eftir honum á Hverfisgötunni. Þekki hann þannig séð ekkert. Veit hver hann er. Það var húsnæði þar og þeir voru að leigja þar einhverjir strákar. Ég var að leigja þar líka. Þetta er í kringum 2015 eða eitthvað,“ sagði Pétur Jökull. Hann hefði ekki verið í neinu sambandi við hann síðan og kannaðist ekki við að Birgir væri stundum kallaður B. Þá var Pétur spurður út í tvo aðila sem voru til rannsóknar í málinu. Annars vegar Guðlaug Agnar Guðmundsson sem hlaut dóm fyrir peningaþvætti en var sýknaður af aðild að innflutningi í fíkniefnamáli árið 2010 sem Pétur hlaut dóm í. Þeir sátu saman á Litla-Hrauni. „Við erum vinir. Höfum ekkert verið í samskiptum síðastliðin ár,“ sagði Pétur Jökull. Hann vakti svo athygli á því að fjórtán ár væru liðin frá því máli. Langur tími væri liðinn. Hann sagðist hafa hitt Guðlaug Agnar á Íslandi árið 2022 en myndir í gögnum málsins eru því til staðfestingar. Þá var hann spurður út í vinskap við Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn. Hann hefur verið búsettur í Brasilíu um árabil og var handtekinn í fyrra grunaður um aðild að stórfelldu fíkniefnamisferli. „Ég kannast við manninn, þekki hann. Bara frá því í gamla daga,“ sagði Pétur Jökull. Hann hefði heyrt í honum síðast árið 2023 þegar Sverrir hefði beðið hann um aðstoð að finna lögfræðing fyrir son sinn. Þá var Pétur Jökull spurður hvort hann kannaðist við rúmlega þrítugan Íslending. Hann játaði að kannast við þann mann, hefði hitt hann í líkamsræktarstöðinni Jakabóli. Þeir þekktust úr Vesturbæ Reykjavíkur en væru bara kunningjar. Hann hefði síðast hitt hann fyrir ári eða svo. Hann neitaði að hafa komið heim til hans. Lýsing sem passar nokkuð vel við Pétur Jökul Dagmar Ösp saksóknari spurði út í frásögn Daða Björnssonar við rannsókn málsins sem Pétur Jökull sagðist aldrei hafa hitt. Dagmar sagði Daða hafa lýst því að hafa aðeins verið í samskiptum við einn mann varðandi sinn þátt í málinu, mann sem hann þekkti sem Pétur en vissi ekki fullt nafn á. Daði hefði lýst Pétri sem stórgerðum, þreknum og ljóshærðum manni sem hefði búið nærri Kaffi Loka á Lokastíg í miðbæ Reykjavíkur. Lýsing sem passar nokkuð vel við Pétur Jökul. Pétur hafði þá nýlega upplýst fyrir dómi að hann hefði búið í íbúð á Lokastíg. Daði sagði þennan Pétur hafa verið í jakka merktum Stone Island. Pétur sagðist kannast við að eiga Stone Island jakka og en hann ætti fullt af fötum. Hann staðfesti að mynd úr öryggismyndavél í hraðbanka árið 2022, klæddur í Stone Island jakka, væri af honum. Kannaðist ekkert við Johnny Rotten og félaga Pétur Jökull var spurður út í virkni sína á samskiptamiðlum og sagðist þar nota Whatsapp en einnig Signal. Hann notaði sitt eigið nafn sem notendanafn. Aðspurður sagðist hann ekkert kannast við notendanöfnin Johnny Rotten, Harry, Patron Carton eða Trucker. Saksóknari spurði hann nánar út í símanotkun og vísaði til gagna til að kanna hverjir væru á bak við þessa notendur. Símanúmerið á bak við notendann Patron Cartoon hefði ferðast með síma Péturs Jökuls frá Íslandi, til Þýskalands og þaðan til Taílands. Aðspurður hvort hann hefði skýringu á því var svarið nei. Daði Kristjánsson héraðsdómari spurði Pétur hvort hann hefði farið einn til Taílands? Pétur Jökull svaraði því játandi. Þá vísaði Dagmar saksóknari til þess að í framburði Daða Björnssonar hefði hann greint frá því að Pétur hefði verið notandinn á bak við Patron Cartoon, harry og Trucker. Þá hefði notandinn Johnny Rotten verið í samskiptum við Sverri Þór. Þegar þau samskipti hefðu hætt hefði notandinn Harry byrjað samskipti við Sverri Þór. Harry hefði notað við sama símanúmer og sá Harry sem var að tala við Daða. Pétur Jökull sagðist ekkert vita um þetta. Notandi samskiptamiðils sem var í sambandi við Svedda tönn virðist hafa verið aðdáandi Johnny Rotten, söngvara bresku pönkhljómsveitarinnar Sex Pistols.Vísir/EPA Óttaðist að lenda í taílenskum yfirvöldum Pétur Jökull var spurður út í veru sína á Íslandi sumarið 2022. Hann sagðist helst hafa æft í World Class. Gögn úr augnskanna World Class í Laugum sýndu að hann mætti þangað klukkan 15:10 þann 7. júlí 2022. Debetkortafærslur sýndu það líka. Þá kom fram í samskiptum Daða við Harry að hann yrði í World Class klukkan 15:12. Pétur Jökull sagði að þetta hlyti að vera tilviljun. Þá hefði notandinn Trucker verið sá sami og á Patron Cartoon og Harry. Öll skrifleg samskipti hefðu farið fram á milli viðkomandi á ensku. En svo hefði verið tekið upp samtal milli þeirra og það verið á íslensku. Pétur Jökull sagðist enn ekkert kannast við það. Í samskiptum Daða við Harry í júní 2022 var rætt um leiguhúnsæði á Gjáhellu, að grafa holu, kaupa skóflur, kúbein, hanska og fleira. Hann kannaðist ekkert við það heldur. Þá útskýrði Pétur Jökull að hann hefði skipt um síma á þessu ári. Ástæðan hefði verið sú að hann hefði annars vegar týnt íslenska símanum sínum í Taílandi og svo losað sig við taílenskan síma þegar hann hafði verið eftirlýstur af Interpol. Hann hefði óttast að lenda í taílenskum yfirvöldum. „Það er ekkert grín að lenda í þessu fólki.“ Svo var spiluð nokkuð óskýr símaupptaka sem sækjandi gaf í skyn að væri af Pétri Jökli í samtali við annan mann, Daða Björnsson, og rætt væri um fíkniefni. Erfitt var að greina á upptökunni hverjir voru að tala. Pétur Jökull sagðist ekki kannast við þá sem væru að tala á upptökunni. Fáheyrt magn kókaíns Við rannsókn málsins árið 2022 hvatti lögregla Pétur Jökul til að koma til landsins til yfirheyrslu en hann sinnti ekki því kalli. Eftir að Interpol gaf út handtökuskipan í byrjun árs 2024 setti hann sig í samband við lögreglu sem greiddi fyrir komu hans til Íslands. Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Pétri Jökli fyrir aðild sína í maí. Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur og vísaði dómari til þess að verknaðarlýsing í ákæruskjalinu væri ekki nógu nákvæm. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið til efnislegrar meðferðar í héraði. Ákæran væri samhljóða þeim á hendur fjórmenningunum sem voru dæmdir til fangelsisvistar í sama máli. Þá hefur verjandi Pétur Jökuls sett spurningamerki við hæfi dómara í málinu en Hæstiréttur féllst ekki á rök verjandans. Málið hefur vakið mikla athygli enda fáheyrt að reynt sé að smygla svo miklu magni kókaíns til landsins. Götuvirði efnanna sem lögregla lagði hald á er talið nema um tveimur milljörðum króna. Reiknað er með því að aðalmeðferðin í málinu standi yfir fram á miðvikudag. Dómsmál Fíkniefnabrot Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Pétur Jökull er ákærður fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsin og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Segist hafa átt erfitt með að fóta sig á Íslandi Pétur Jökull gaf fyrstur skýrslu fyrir dómi í dag. Hann mætti í fylgd fangavarða en hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því að hann kom til landsins í febrúar. Hann áréttaði í upphafi að hann lýsti yfir sakleysi sínu í málinu og afþakkaði að greina frá nokkru að fyrra bragði við upphaf þinghaldsins. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari, byrjaði að spyrja Pétur Jökul út í ferðir hans árið 2022 þar sem hann kannaðist við að hafa dvalið í Brasilíu, Spáni, Íslandi og síðan í Taílandi. Hann myndi ekki alveg dagsetningar en það kæmi fram í vegabréfi. Hann upplýsti um símanúmerið sem hann notaði á Íslandi og var spurður út í ferðalög sín til Hollands og heimsókn til Brasilíu. Hann sagðist hafa verið að skemmta sér í Brasilíu og ætlað að æfa brasilískt jiu jitsu. Hann hefði ætlað að finna sér skóla til að æfa en Covid-reglur hefðu komið í veg fyrir æfingar á slíkum íþróttum. Aðspurður hefði hann ekki hitt neina Íslendinga þar. Dagmar upplýsti að á þeim tíma sem hann var í Brasilíu hefði gámnum með tæplega hundrað kílóum af kókaíni verið komið í skip og áleiðis í ferðalagið til Íslands. Pétur sagðist ekki vita neitt um það. Ástæðan fyrir öllu þessu flakki árið 2022 hefði verið sú að hann hefði átt erfitt með að fóta sig á Íslandi. Hann hefði verið að gera upp við sig hvort hann vildi vera á Spáni eða Brasilíu að æfa en svo endað í Taílandi. Kannaðist við Svedda tönn Daði Björnsson, Birgir Halldórsson, Páll Jónsson og Jóhannes Páll Durr hlutu allir fangelsisdóma í málinu fyrir aðild að innflutningnum. Pétur Jökull var spurður út í samband sitt við þessa menn. Hann sagðist ekki þekkja neina og aldrei hafa hitt þá, fyrir utan Birgi. „Ég kannast við hann. Man eftir honum á Hverfisgötunni. Þekki hann þannig séð ekkert. Veit hver hann er. Það var húsnæði þar og þeir voru að leigja þar einhverjir strákar. Ég var að leigja þar líka. Þetta er í kringum 2015 eða eitthvað,“ sagði Pétur Jökull. Hann hefði ekki verið í neinu sambandi við hann síðan og kannaðist ekki við að Birgir væri stundum kallaður B. Þá var Pétur spurður út í tvo aðila sem voru til rannsóknar í málinu. Annars vegar Guðlaug Agnar Guðmundsson sem hlaut dóm fyrir peningaþvætti en var sýknaður af aðild að innflutningi í fíkniefnamáli árið 2010 sem Pétur hlaut dóm í. Þeir sátu saman á Litla-Hrauni. „Við erum vinir. Höfum ekkert verið í samskiptum síðastliðin ár,“ sagði Pétur Jökull. Hann vakti svo athygli á því að fjórtán ár væru liðin frá því máli. Langur tími væri liðinn. Hann sagðist hafa hitt Guðlaug Agnar á Íslandi árið 2022 en myndir í gögnum málsins eru því til staðfestingar. Þá var hann spurður út í vinskap við Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktan sem Svedda tönn. Hann hefur verið búsettur í Brasilíu um árabil og var handtekinn í fyrra grunaður um aðild að stórfelldu fíkniefnamisferli. „Ég kannast við manninn, þekki hann. Bara frá því í gamla daga,“ sagði Pétur Jökull. Hann hefði heyrt í honum síðast árið 2023 þegar Sverrir hefði beðið hann um aðstoð að finna lögfræðing fyrir son sinn. Þá var Pétur Jökull spurður hvort hann kannaðist við rúmlega þrítugan Íslending. Hann játaði að kannast við þann mann, hefði hitt hann í líkamsræktarstöðinni Jakabóli. Þeir þekktust úr Vesturbæ Reykjavíkur en væru bara kunningjar. Hann hefði síðast hitt hann fyrir ári eða svo. Hann neitaði að hafa komið heim til hans. Lýsing sem passar nokkuð vel við Pétur Jökul Dagmar Ösp saksóknari spurði út í frásögn Daða Björnssonar við rannsókn málsins sem Pétur Jökull sagðist aldrei hafa hitt. Dagmar sagði Daða hafa lýst því að hafa aðeins verið í samskiptum við einn mann varðandi sinn þátt í málinu, mann sem hann þekkti sem Pétur en vissi ekki fullt nafn á. Daði hefði lýst Pétri sem stórgerðum, þreknum og ljóshærðum manni sem hefði búið nærri Kaffi Loka á Lokastíg í miðbæ Reykjavíkur. Lýsing sem passar nokkuð vel við Pétur Jökul. Pétur hafði þá nýlega upplýst fyrir dómi að hann hefði búið í íbúð á Lokastíg. Daði sagði þennan Pétur hafa verið í jakka merktum Stone Island. Pétur sagðist kannast við að eiga Stone Island jakka og en hann ætti fullt af fötum. Hann staðfesti að mynd úr öryggismyndavél í hraðbanka árið 2022, klæddur í Stone Island jakka, væri af honum. Kannaðist ekkert við Johnny Rotten og félaga Pétur Jökull var spurður út í virkni sína á samskiptamiðlum og sagðist þar nota Whatsapp en einnig Signal. Hann notaði sitt eigið nafn sem notendanafn. Aðspurður sagðist hann ekkert kannast við notendanöfnin Johnny Rotten, Harry, Patron Carton eða Trucker. Saksóknari spurði hann nánar út í símanotkun og vísaði til gagna til að kanna hverjir væru á bak við þessa notendur. Símanúmerið á bak við notendann Patron Cartoon hefði ferðast með síma Péturs Jökuls frá Íslandi, til Þýskalands og þaðan til Taílands. Aðspurður hvort hann hefði skýringu á því var svarið nei. Daði Kristjánsson héraðsdómari spurði Pétur hvort hann hefði farið einn til Taílands? Pétur Jökull svaraði því játandi. Þá vísaði Dagmar saksóknari til þess að í framburði Daða Björnssonar hefði hann greint frá því að Pétur hefði verið notandinn á bak við Patron Cartoon, harry og Trucker. Þá hefði notandinn Johnny Rotten verið í samskiptum við Sverri Þór. Þegar þau samskipti hefðu hætt hefði notandinn Harry byrjað samskipti við Sverri Þór. Harry hefði notað við sama símanúmer og sá Harry sem var að tala við Daða. Pétur Jökull sagðist ekkert vita um þetta. Notandi samskiptamiðils sem var í sambandi við Svedda tönn virðist hafa verið aðdáandi Johnny Rotten, söngvara bresku pönkhljómsveitarinnar Sex Pistols.Vísir/EPA Óttaðist að lenda í taílenskum yfirvöldum Pétur Jökull var spurður út í veru sína á Íslandi sumarið 2022. Hann sagðist helst hafa æft í World Class. Gögn úr augnskanna World Class í Laugum sýndu að hann mætti þangað klukkan 15:10 þann 7. júlí 2022. Debetkortafærslur sýndu það líka. Þá kom fram í samskiptum Daða við Harry að hann yrði í World Class klukkan 15:12. Pétur Jökull sagði að þetta hlyti að vera tilviljun. Þá hefði notandinn Trucker verið sá sami og á Patron Cartoon og Harry. Öll skrifleg samskipti hefðu farið fram á milli viðkomandi á ensku. En svo hefði verið tekið upp samtal milli þeirra og það verið á íslensku. Pétur Jökull sagðist enn ekkert kannast við það. Í samskiptum Daða við Harry í júní 2022 var rætt um leiguhúnsæði á Gjáhellu, að grafa holu, kaupa skóflur, kúbein, hanska og fleira. Hann kannaðist ekkert við það heldur. Þá útskýrði Pétur Jökull að hann hefði skipt um síma á þessu ári. Ástæðan hefði verið sú að hann hefði annars vegar týnt íslenska símanum sínum í Taílandi og svo losað sig við taílenskan síma þegar hann hafði verið eftirlýstur af Interpol. Hann hefði óttast að lenda í taílenskum yfirvöldum. „Það er ekkert grín að lenda í þessu fólki.“ Svo var spiluð nokkuð óskýr símaupptaka sem sækjandi gaf í skyn að væri af Pétri Jökli í samtali við annan mann, Daða Björnsson, og rætt væri um fíkniefni. Erfitt var að greina á upptökunni hverjir voru að tala. Pétur Jökull sagðist ekki kannast við þá sem væru að tala á upptökunni. Fáheyrt magn kókaíns Við rannsókn málsins árið 2022 hvatti lögregla Pétur Jökul til að koma til landsins til yfirheyrslu en hann sinnti ekki því kalli. Eftir að Interpol gaf út handtökuskipan í byrjun árs 2024 setti hann sig í samband við lögreglu sem greiddi fyrir komu hans til Íslands. Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Pétri Jökli fyrir aðild sína í maí. Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur og vísaði dómari til þess að verknaðarlýsing í ákæruskjalinu væri ekki nógu nákvæm. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið til efnislegrar meðferðar í héraði. Ákæran væri samhljóða þeim á hendur fjórmenningunum sem voru dæmdir til fangelsisvistar í sama máli. Þá hefur verjandi Pétur Jökuls sett spurningamerki við hæfi dómara í málinu en Hæstiréttur féllst ekki á rök verjandans. Málið hefur vakið mikla athygli enda fáheyrt að reynt sé að smygla svo miklu magni kókaíns til landsins. Götuvirði efnanna sem lögregla lagði hald á er talið nema um tveimur milljörðum króna. Reiknað er með því að aðalmeðferðin í málinu standi yfir fram á miðvikudag.
Dómsmál Fíkniefnabrot Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26