Tölum um mannvirkjarannsóknir Þórunn Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:00 Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun