„Flestum í Noregi er illa við EES“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 „Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Sjá meira
„Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir. Til að mynda telur þannig afgerandi meirihluti Norðmanna að Evrópusambandið hafi of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU fyrr á þessu ári eða 57% á móti 27%. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti í könnuninni telja tæplega 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað var um könnunina í norska dagblaðinu Nationen og kom þar enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla teldu Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama ætti við um alla aldursflokka og landshluta. Þá væri meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur einungis þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Vilja frekar fríverzlunarsamning Fleiri voru hlynntir því en andvígir að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið í annarri skoðanakönnun Sentio fyrr á árinu. Fleiri kannanir hafa skilað sömu niðurstöðu undanfarin ár. Kannanir hafa einnig sýnt mun fleiri hlynnta þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum en andvíga. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hins vegar hafa kannanir þar sem einungis hefur verið spurt um afstöðu til EES-samningsins sýnt fleiri hlynnta áframhaldandi aðild að honum en andvíga þó stuðningur við samninginn hafi farið minnkandi í þeim. Eina rökrétta skýringin á þessum mismun er sú að umræðan í Noregi hefur lengi gengið út á það að aðeins séu tveir kostir í boði, áframhaldandi aðild að EES-samningnum eða innganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið er líklegt að margir líti svo á að stuðningur við EES-samninginn jafngildi andstöðu við inngöngu í Evrópusambandið. Þegar hins vegar er boðið upp á annan valkost sem ljóst er að gengur alls ekki út á inngöngu í sambandið, fríverzlunarsamning, er fólki væntanlega ljóst að óhætt sé að tjá andstöðu sína við EES-samninginn án þess að hægt sé að túlka það sem stuðning við það að gengið verði í Evrópusambandið. Höfum þegar látið á það reyna Hið sama á að öllum líkindum við hér á landi og í Noregi enda hefur umræðan hér lengi verið á sömu nótum. Það er að valið standi aðeins á milli inngöngu í Evrópusambandið eða áframhaldandi aðildar að EES-samningnum. Víðtækir fríverzlunarsamningar, sú leið sem allajafna er farin í dag þegar samið er um milliríkjaviðskipti, voru ekki komnir til sögunnar þegar samið var um EES-samninginn fyrir rúmum 30 árum síðan. Við Íslendingar höfum þegar látið á það reyna að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Það er í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum, án þess að neitt færi á hliðina í samskiptum landanna og án þess að þurfa að framselja vald yfir íslenzkum málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á sífellt meira íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Við erum þannig í meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar í þessum efnum. Tímabært er að skipta honum úr fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og flest ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag. Ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu hagsmuni og þar með talið Evrópusambandið. Þá annað hvort alfarið á eigin forsendum eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun