Ekki henda! Eyjólfur Pálsson skrifar 15. ágúst 2024 16:31 Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Sem kaupmaður ætti ég eflaust að fagna þessari tilhneigingu íslenskra stjórnenda en það geri ég ekki. Ástríða mín og virðing fyrir hönnun og sjálfbærni er meiri en svo. Mér þykir vænt um falleg húsgögn og finnst sorglegt að sjá þeim hent út eins og þau séu einskis virði þegar næsta tískubóla ríður yfir. Góð húsgögn eru byggð til að endast og með þeim er hægt að móta rými sem er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einnig ríkt af karakter og sögu. Menningararfleifð fléttuð inn í nútímann Húsmunir tengjast menningararfleifð okkar ekki síður en listmunir. Þeir endurspegla hönnunarstefnur, efni og tækni sem var ríkjandi þegar þeir voru smíðaðir. Oft er hægt að aðlaga húsgögn að breyttum þörfum og tímum með nokkuð einföldum hætti. Sum húsgögn geta fengið nýtt hlutverk, önnur fengið ný klæði með bólstrun eða lökkun og ljós verið endurvíruð til að mæta breyttum kröfum. Þannig er hægt að skapa skemmtilegan og fallegan samruna gamals og nýs. Andi sjálfbærni Á hverju ári er milljónum tonna af húsgögnum hent. Þau fylla upp urðunarstaði og sóa dýrmætum auðlindum. Framleiðsla nýrra húsgagna krefst umtalsverðrar orku, vatns og hráefna sem stuðlar að mengun og umhverfisspjöllum. Með því að velja að endurnota geta fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt og stuðlað að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Endurnotkun dregur ekki aðeins úr beinum umhverfisáhrifum heldur stuðlar það einnig að menningu ábyrgðar og nýsköpunar. Starfsfólk er stolt af því að starfa á sjálfbærum vinnustað og viðskiptavinir eru líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem deila umhverfissjónarmiðum þeirra á borði jafnt sem orði. Ráðdeild sem gefur af sér Með því að endurnota vel smíðuð húsgögn og fallegar hönnunarvörur geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að fjárfesting þeirra standist tímans tönn. Kostnaður við endurbætur eða lagfæringar er oft mun lægri en að kaupa nýtt, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráðstafa fjármagni á skilvirkari hátt. Endurnotkun húsgagna er einnig kostur sem gefur til baka til samfélagsins því hún styður við og eflir mikilvægar iðngreinar á Íslandi, á borð við húsgagnasmíði og bólstrun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera upp hjá sér ættu að byrja á því að meta möguleika hvers hlutar, jafnvel kalla eftir sérfræðingum til skrafs og ráðagerða. Ég hef sjálfur oft verið kallaður til í slíka hugmyndavinnu og hika ekki við að svara kalli ef leitað er til mín. Með því að fjárfesta í gæðum og sögu er bæði hægt að skapa hagnýt og falleg rými og leggja leiðina fyrir sjálfbæra framtíð. Höfundur er stofnandi EPAL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft orðið vitni að því þegar stofnanir eða fyrirtæki ákveða að fríska upp á útlitið með því að henda hinu gamla og kaupa allt nýtt inn. Sem kaupmaður ætti ég eflaust að fagna þessari tilhneigingu íslenskra stjórnenda en það geri ég ekki. Ástríða mín og virðing fyrir hönnun og sjálfbærni er meiri en svo. Mér þykir vænt um falleg húsgögn og finnst sorglegt að sjá þeim hent út eins og þau séu einskis virði þegar næsta tískubóla ríður yfir. Góð húsgögn eru byggð til að endast og með þeim er hægt að móta rými sem er ekki aðeins umhverfisvænt heldur einnig ríkt af karakter og sögu. Menningararfleifð fléttuð inn í nútímann Húsmunir tengjast menningararfleifð okkar ekki síður en listmunir. Þeir endurspegla hönnunarstefnur, efni og tækni sem var ríkjandi þegar þeir voru smíðaðir. Oft er hægt að aðlaga húsgögn að breyttum þörfum og tímum með nokkuð einföldum hætti. Sum húsgögn geta fengið nýtt hlutverk, önnur fengið ný klæði með bólstrun eða lökkun og ljós verið endurvíruð til að mæta breyttum kröfum. Þannig er hægt að skapa skemmtilegan og fallegan samruna gamals og nýs. Andi sjálfbærni Á hverju ári er milljónum tonna af húsgögnum hent. Þau fylla upp urðunarstaði og sóa dýrmætum auðlindum. Framleiðsla nýrra húsgagna krefst umtalsverðrar orku, vatns og hráefna sem stuðlar að mengun og umhverfisspjöllum. Með því að velja að endurnota geta fyrirtæki minnkað kolefnisfótspor sitt og stuðlað að aukinni sjálfbærni og umhverfisvernd. Endurnotkun dregur ekki aðeins úr beinum umhverfisáhrifum heldur stuðlar það einnig að menningu ábyrgðar og nýsköpunar. Starfsfólk er stolt af því að starfa á sjálfbærum vinnustað og viðskiptavinir eru líklegri til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem deila umhverfissjónarmiðum þeirra á borði jafnt sem orði. Ráðdeild sem gefur af sér Með því að endurnota vel smíðuð húsgögn og fallegar hönnunarvörur geta fyrirtæki og stofnanir tryggt að fjárfesting þeirra standist tímans tönn. Kostnaður við endurbætur eða lagfæringar er oft mun lægri en að kaupa nýtt, sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að ráðstafa fjármagni á skilvirkari hátt. Endurnotkun húsgagna er einnig kostur sem gefur til baka til samfélagsins því hún styður við og eflir mikilvægar iðngreinar á Íslandi, á borð við húsgagnasmíði og bólstrun. Fyrirtæki og stofnanir sem eru að gera upp hjá sér ættu að byrja á því að meta möguleika hvers hlutar, jafnvel kalla eftir sérfræðingum til skrafs og ráðagerða. Ég hef sjálfur oft verið kallaður til í slíka hugmyndavinnu og hika ekki við að svara kalli ef leitað er til mín. Með því að fjárfesta í gæðum og sögu er bæði hægt að skapa hagnýt og falleg rými og leggja leiðina fyrir sjálfbæra framtíð. Höfundur er stofnandi EPAL.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun