Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Talað hefur verið um málið sem stóra kókaínmálið. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins.
Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari gerði í málflutningi sínum þá kröfu að Pétur Jökull fengi ekki vægari dóm en Birgir Halldórsson sem áður hefur hlotið dóm í málinu. Hann fékk sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Raunar benti ýmislegt til þess að Pétur hefði verið hærra í keðjunni en fyrrnefndur Birgir.
Snorri Sturluson verjandi Péturs Jökuls sagði á móti engin bein sönnunargögn í málinu og sagði heilmikla galla á rannsókn lögreglu í málinu.
Nánar verður gert grein fyrir málflutningi saksóknara og verjanda á Vísi síðar í dag.