Atli Barkarson á leið til Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 11:01 Atli Barkarson í einum af fjórum A-landsleikjum sínum. Jonathan Moscrop/Getty Images Atli Barkarson, leikmaður Sönderjyske í Danmörku, er á leið í belgíska boltann. Þar mun hann ganga í raðir B-deildarliðsins Zulte-Waregem. Hinn 23 ára gamli Atli hefur komið víða við á sínum ferli til þessa en hann fór ungur að árum til Norwich City þegar Kanarífuglarnir flugu hingað til lands og sóttu jafnframt Ísak Snæ Þorvaldsson. Þaðan lá leið Atla til Fredrikstad í Noregi og svo aftur heim þar sem hann spilaði frábærlega með Víkingum sem urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar meðan Atla naut við. Hann gekk í raðir Sönderjyske í janúar 2022 og hefur nú spilað 61 leik fyrir félagið, gefið átta stoðsendingar og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað alla fjóra deildarleiki liðsins frá upphafi til enda á þessari leiktíð og því koma tíðindin heldur á óvart. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar í endurkomu sinni í deild þeirra bestu og er með aðeins eitt stig að loknum fjórum umferðum. 🟢🔴 Infos #ZulteWaregem : 🇮🇸 Essevee now set to sign Atli Barkarson! Icelandic left-back arrives in Belgium this Sunday & will pass medical tests in the next 24 hours in order to complete his move to Challenger Pro League side.💰 Zulte will pay around €300K to Sönderjyske.… pic.twitter.com/46eVwWuwnp— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 17, 2024 Það er belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri sem greinir frá þessu á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar segir að Belgíska félagið borgi um 300 þúsund evrur fyrir leikmanninn eða tæpar 46 milljónir. Ef til vill er það tilboð sem Sönderjyske getur einfaldlega ekki hafnað. Fótbolti Danski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Atli hefur komið víða við á sínum ferli til þessa en hann fór ungur að árum til Norwich City þegar Kanarífuglarnir flugu hingað til lands og sóttu jafnframt Ísak Snæ Þorvaldsson. Þaðan lá leið Atla til Fredrikstad í Noregi og svo aftur heim þar sem hann spilaði frábærlega með Víkingum sem urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar meðan Atla naut við. Hann gekk í raðir Sönderjyske í janúar 2022 og hefur nú spilað 61 leik fyrir félagið, gefið átta stoðsendingar og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað alla fjóra deildarleiki liðsins frá upphafi til enda á þessari leiktíð og því koma tíðindin heldur á óvart. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar í endurkomu sinni í deild þeirra bestu og er með aðeins eitt stig að loknum fjórum umferðum. 🟢🔴 Infos #ZulteWaregem : 🇮🇸 Essevee now set to sign Atli Barkarson! Icelandic left-back arrives in Belgium this Sunday & will pass medical tests in the next 24 hours in order to complete his move to Challenger Pro League side.💰 Zulte will pay around €300K to Sönderjyske.… pic.twitter.com/46eVwWuwnp— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 17, 2024 Það er belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri sem greinir frá þessu á X-síðu sinni, áður Twitter. Þar segir að Belgíska félagið borgi um 300 þúsund evrur fyrir leikmanninn eða tæpar 46 milljónir. Ef til vill er það tilboð sem Sönderjyske getur einfaldlega ekki hafnað.
Fótbolti Danski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira