Ráðuneyti tína til milljónir fyrir nýjum starfsmanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2024 15:50 Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Vísir/Einar Tvö ráðuneyti hafa sameinast um að veita Bjarkarhlíð 28 milljóna króna styrk til þess að sinna verkefnum tengdum mansali. Samtökin hafa síðastliðin ár haft umsjón með framkvæmdateymi um mansalsmál samkvæmt samkomulagi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið en í ljósi aukinna verkefna í Bjarkarhlíð og aukinnar áherslu stjórnvalda á aðgerðir gegn mansali var ákveðið að veita Bjarkarhlíð styrk sem gerir samtökunum kleift að ráða starfsmann í fullt stöðugildi í tvö ár til þess að sinna mansalsverkefnum. Umfang slíkra verkefna í Bjarkarhlíð hefur aukist verulega síðustu misseri og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Ráðherrarnir ásamt Halldóru Dýrleifar Gunnarsdóttur, formanni stjórnar Bjarkarhlíðar.Vísir/Heimir Már Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið veitir Bjarkarhlíð 18 milljónir króna og dómsmálaráðuneytið 10 milljónir króna. Meginhlutverk Bjarkarhlíðar hvað varðar mansmalsmál er að samhæfa störf og fyrstu viðbrögð þeirra aðila sem koma að velferðarþjónustu til þolenda mansals eða þegar grunur er um slíkt. Samkvæmt samkomulaginu verður lögð áhersla á að móta og samræma almennt verklag þegar kemur að þjónustu við þolendur mansals. Einnig verður lögð áhersla á að kynna hlutverk Bjarkarhlíðar varðandi mansalsmál um land allt og auka þekkingu viðeigandi aðila á helstu birtingarmyndum og eðli mansals. Þá verður leitað leiða til þess að reyna að ná betur til þolenda vændismansals. Við vinnuna fram undan verður horft til athugasemda sem fram komu í síðustu skýrslu GRETA (eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með samningi um aðgerðir gegn mansali) um stöðu Íslands. „Brýnt er að taka á mansalsmálum með samræmdum hætti og af festu. Styrkurinn til Bjarkarhlíðar skiptir hér miklu máli. Nýleg dæmi sýna hve mikilvægt er að grípa þolendur um leið og mál koma upp og veita þeim viðeigandi þjónustu. Þau sýna líka hversu dýrmæt reynsla hefur byggst upp í Bjarkarhlíð í mansalsmálum síðastliðin ár,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir Bjarkarhlíð hafa sinnt mikilvægu hlutverki við meðferð mansalsmála undanfarin ár. „Dómsmálaráðuneytið hefur með þessu samkomulagi í dag lagt lóð á vogarskálarnar til að Bjarkarhlíð geti áfram sinnt þessu mikilvæga hlutverki og mætt auknum málafjölda. Hrundið hefur verið af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta okkar alþjóðlegu skuldbindingum. Þá hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar aukið samstarf ráðuneyta í málaflokknum. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali. Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum,“ segir Guðrún. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra Bjarkarhlíðar, segir 78 mál hafa komið upp á síðasta tímabili mansalsverkefnis í Bjarkarhlíð þar sem grunur var um mansal. Þolendur komu frá tólf 12 mismunandi löndum. „Mansalsteymi Bjarkarhlíðar hefur haft það hlutverk að kalla saman viðbragðsaðila sem starfa í þágu þolenda í þverfaglegu samstarfi við þær stofnanir sem þurfa að koma að málum. Mikil þekking hefur skapast innan mansalsteymisins undanfarin misseri og hefur það haft veg og vanda að því að efla traust á milli stofnana og einstaklinga sem starfa í málaflokknum. Með þessu framlagi munum við ná enn betri árangri í að vinna að heildstæðri nálgun og úrræðum sem verða sérsniðin að þolendum mansals ásamt því að vinna að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki,“ segir Jenný Kristín Valberg, teymisstýra Bjarkarhlíðar. Samkvæmt þriðju úttektarskýrslu GRETA sem birt var í fyrra voru íslensk stjórnvöld meðal annars hvött til að þróa frekar og styrkja aðstoð til þolenda mansals. Samningurinn við Bjarkarhlíð er liður í því. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómsmálaráðuneytis, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar. Mansal Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Samtökin hafa síðastliðin ár haft umsjón með framkvæmdateymi um mansalsmál samkvæmt samkomulagi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið en í ljósi aukinna verkefna í Bjarkarhlíð og aukinnar áherslu stjórnvalda á aðgerðir gegn mansali var ákveðið að veita Bjarkarhlíð styrk sem gerir samtökunum kleift að ráða starfsmann í fullt stöðugildi í tvö ár til þess að sinna mansalsverkefnum. Umfang slíkra verkefna í Bjarkarhlíð hefur aukist verulega síðustu misseri og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Ráðherrarnir ásamt Halldóru Dýrleifar Gunnarsdóttur, formanni stjórnar Bjarkarhlíðar.Vísir/Heimir Már Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið veitir Bjarkarhlíð 18 milljónir króna og dómsmálaráðuneytið 10 milljónir króna. Meginhlutverk Bjarkarhlíðar hvað varðar mansmalsmál er að samhæfa störf og fyrstu viðbrögð þeirra aðila sem koma að velferðarþjónustu til þolenda mansals eða þegar grunur er um slíkt. Samkvæmt samkomulaginu verður lögð áhersla á að móta og samræma almennt verklag þegar kemur að þjónustu við þolendur mansals. Einnig verður lögð áhersla á að kynna hlutverk Bjarkarhlíðar varðandi mansalsmál um land allt og auka þekkingu viðeigandi aðila á helstu birtingarmyndum og eðli mansals. Þá verður leitað leiða til þess að reyna að ná betur til þolenda vændismansals. Við vinnuna fram undan verður horft til athugasemda sem fram komu í síðustu skýrslu GRETA (eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með samningi um aðgerðir gegn mansali) um stöðu Íslands. „Brýnt er að taka á mansalsmálum með samræmdum hætti og af festu. Styrkurinn til Bjarkarhlíðar skiptir hér miklu máli. Nýleg dæmi sýna hve mikilvægt er að grípa þolendur um leið og mál koma upp og veita þeim viðeigandi þjónustu. Þau sýna líka hversu dýrmæt reynsla hefur byggst upp í Bjarkarhlíð í mansalsmálum síðastliðin ár,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir Bjarkarhlíð hafa sinnt mikilvægu hlutverki við meðferð mansalsmála undanfarin ár. „Dómsmálaráðuneytið hefur með þessu samkomulagi í dag lagt lóð á vogarskálarnar til að Bjarkarhlíð geti áfram sinnt þessu mikilvæga hlutverki og mætt auknum málafjölda. Hrundið hefur verið af stað vinnu við nýja aðgerðaáætlun til að mæta okkar alþjóðlegu skuldbindingum. Þá hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar aukið samstarf ráðuneyta í málaflokknum. Gott samstarf og samvinnu þarf til í baráttunni gegn mansali. Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum,“ segir Guðrún. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra Bjarkarhlíðar, segir 78 mál hafa komið upp á síðasta tímabili mansalsverkefnis í Bjarkarhlíð þar sem grunur var um mansal. Þolendur komu frá tólf 12 mismunandi löndum. „Mansalsteymi Bjarkarhlíðar hefur haft það hlutverk að kalla saman viðbragðsaðila sem starfa í þágu þolenda í þverfaglegu samstarfi við þær stofnanir sem þurfa að koma að málum. Mikil þekking hefur skapast innan mansalsteymisins undanfarin misseri og hefur það haft veg og vanda að því að efla traust á milli stofnana og einstaklinga sem starfa í málaflokknum. Með þessu framlagi munum við ná enn betri árangri í að vinna að heildstæðri nálgun og úrræðum sem verða sérsniðin að þolendum mansals ásamt því að vinna að stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki,“ segir Jenný Kristín Valberg, teymisstýra Bjarkarhlíðar. Samkvæmt þriðju úttektarskýrslu GRETA sem birt var í fyrra voru íslensk stjórnvöld meðal annars hvött til að þróa frekar og styrkja aðstoð til þolenda mansals. Samningurinn við Bjarkarhlíð er liður í því. Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dómsmálaráðuneytis, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.
Mansal Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira