Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Erna Guðmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun