Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 11:59 Við framkvæmdir í nótt. Veitur Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. Lokað var fyrir heitt vatn í Kópavogi, Breiðholti, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar um klukkan tíu í gærkvöldi og strax hafist handa við tengingu á flutningsæðinni. Unnið var í alla nótt. „Það hefur bara gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlunum. Einhver verkefni eru þegar að komast í höfn og önnur sem var fyrirséð að hefðu lengri framkvæmdatíma eru eðlilega enn í vinnslu. Stærsti og mikilvægasti hluturinn er við Suðuræð þar sem við erum að tengja hana, nýja Suðuræð, inn í kerfið okkar. Síðan erum við að vinna í öðrum hluta kerfisins eins og uppi á Reynisvatnsheiði og Vetrarmýri og á nokkrum fleiri stöðum,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum. Engar tilkynningar um tjón eða önnur vandræði hafi borist Veitum það sem af er degi og ekkert komið upp á við framkvæmdir. „Eins og staðan er núna reiknum við með því að verkið verði á áætlun og það verði komið heitt vatn í kringum hádegisbil á morgun.“ Sundlaugar eru víða lokaðar í dag vegna heitavatnsleysisins og í Laugardalslaug, sem stendur opin, var óvenjumikið að gera í morgun, að sögn Birnu Rúnar Kolbeinsdóttur, starfsmanns. „Við héldum að það væri ættarmót,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Og Snorri Örn Arnaldsson forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur segir að þar á bæ hafi einnig verið óvenjumargt um manninn fyrir hádegi. „Hvort það sé heitavatnsleysið eða sumar í dauðateygjunum veit ég ekki. En það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur í morgun og við búumst alveg við að það verði talsvert meira þegar líður á daginn. Það eru öll velkomin í Sundhöll Reykjavíkur.“ Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Lokað var fyrir heitt vatn í Kópavogi, Breiðholti, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar um klukkan tíu í gærkvöldi og strax hafist handa við tengingu á flutningsæðinni. Unnið var í alla nótt. „Það hefur bara gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlunum. Einhver verkefni eru þegar að komast í höfn og önnur sem var fyrirséð að hefðu lengri framkvæmdatíma eru eðlilega enn í vinnslu. Stærsti og mikilvægasti hluturinn er við Suðuræð þar sem við erum að tengja hana, nýja Suðuræð, inn í kerfið okkar. Síðan erum við að vinna í öðrum hluta kerfisins eins og uppi á Reynisvatnsheiði og Vetrarmýri og á nokkrum fleiri stöðum,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum. Engar tilkynningar um tjón eða önnur vandræði hafi borist Veitum það sem af er degi og ekkert komið upp á við framkvæmdir. „Eins og staðan er núna reiknum við með því að verkið verði á áætlun og það verði komið heitt vatn í kringum hádegisbil á morgun.“ Sundlaugar eru víða lokaðar í dag vegna heitavatnsleysisins og í Laugardalslaug, sem stendur opin, var óvenjumikið að gera í morgun, að sögn Birnu Rúnar Kolbeinsdóttur, starfsmanns. „Við héldum að það væri ættarmót,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Og Snorri Örn Arnaldsson forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur segir að þar á bæ hafi einnig verið óvenjumargt um manninn fyrir hádegi. „Hvort það sé heitavatnsleysið eða sumar í dauðateygjunum veit ég ekki. En það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur í morgun og við búumst alveg við að það verði talsvert meira þegar líður á daginn. Það eru öll velkomin í Sundhöll Reykjavíkur.“
Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25
Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40
Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29