Kristján tekjuhæsti þjálfarinn á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2024 12:31 Tekjuhæstu þjálfarar á Íslandi 2023. vísir/hulda margrét/diego Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, Kristján Guðmundsson, var tekjuhæsti þjálfari landsins í fyrra. Þar á eftir kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari KR í fótbolta karla. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira