Hákon óttaðist um líf vinar síns: „Auðvitað hugsar maður alltaf það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 09:32 Angel Gomes var illa útleikinn eftir samstuðið. Hann er sem betur fer á batavegi. Samsett/Vísir Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Lille í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með liðinu og segir það hafa tekið á. Lukkulega fór betur en áhorfðist í fyrstu. Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag. Franski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag.
Franski boltinn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira