Kallar eftir þjóðarátaki gegn nikótínvánni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:02 Linda Ásgeirsdóttir er félagi í foreldrafélagi Réttarholtsskóla sem sendi Reitum í vikunni áskorun um að leigja ekki nikótínversluninni Svens húsnæði í Grímsbæ. Hún hvetur til þjóðarátaks gegn útbreiðslu nikótíns. Vísir/Einar Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki. Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda. Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda.
Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels