„Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2024 15:03 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Einar „Enn einn – en þó einhver vanstilltasti og orðljótasti leiðari Morgunblaðsins sem ég hef lesið birtist í morgun. Tilefnið ætti að vera ánægjuefni. Óvissunni hefur verið eytt um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins með undirritun í gær. Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði – eignar mér greinilega heiðurinn af þessum tíðindum - en textinn er hlaðinn óbótaskömmum í minn garð.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, í færslu á Facebook um leiðara sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem orlofsgreiðslur til Dags frá Reykjavík vegna starfsloka hans sem borgarstjóra eru gagnrýndar. „Fáir lesa leiðara-rausið í Mogga“ Áður hefur verið greint frá því að bæta þurfti 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði vegna borgarstjóraskipta. 10 milljónir af því voru vegna orlofs Dags. „Á að hlæja eða gráta? Ég veit að fáir lesa leiðara-rausið í Mogga. En ég þurfti að lesa tvisvar í morgun til að fullvissa mig um að upphafsorðin væru sannarlega: „Yfirgengilega orlofssugan Dagur B. Eggertsson“.“ Beinlínis rangur og villandi flutningur Dagur fagnar þá frétt Ríkisútvarpsins um málið þar sem kemur fram að það sé ekki einsdæmi að sveitarfélög greiði út ótekið orlof þegar að sveitarstjóri lætur af störfum og að fordæmi séu um margra milljón króna orlofsuppgjör við starfslok. Hann segir ekki stein yfir steini í umfjöllun Morgunblaðsins. „Farið er að sömu reglum varðandi orlofsuppgjör alls staðar, uppgjörin eru sambærileg í alla staði og fréttaflutningur blaðsins um að orlof mitt hafi verið „einstakt“ er beinlínis rangur og villandi. Morgunblaðið og mbl.is sögðu fréttina svona: „Uppgjör orlofs Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra er einsdæmi meðal æðstu stjórnenda ríkisins og bæjarstjóra helstu sveitarfélaga.“ Frétt Rúv dregur fram að það alrangt“ Dagur ítrekar þó að það sé sjálfsagt að fjalla um launakjör og orlofsmál. Hann hefur áður tekið fram að hann skilji gagnrýni á háa orlofsgreiðslu. Sakar blaðið um að leyna upplýsingum vísvitandi „Fréttir Morgunblaðsins undanfarna daga eru ekki blaðamennska til að koma réttum upplýsingum á framfæri heldur hluti af herferð. Hún er ekki ný og takmarkast ekki við skammir í minn garð en hefur versnað og orðið svæsnari undanfarna mánuði og misseri.“ Hann sakar þá jafnframt fjölmiðilinn um að hafa vitað betur frá upphafi og að blaðið leyni því vísvitandi að sambærileg mál hafi komið upp undanfarin ár. „Mogginn hefur fullyrt að ég hafi fengið greitt orlof tíu ár aftur í tímann. Það er alrangt. Það er vissulega verið að gera upp eftir tíu ár í embætti en eins og gögn málsins bera með sér voru fluttir 48 orlofsdagar frá fyrri árum. Orlofsréttur hvers árs eru 30 dagar þannig að þetta er eitt og hálft ár aftur í tímann en ekki tíu. Orlofsréttur fyrstu átta og hálfa ársins hefur verið fullnýttur. Mjög svipaða sögu er að segja af öðrum bæjarstjórum, skv. frétt RÚV.“ Enga von um að fréttir verði leiðréttar Hann gagnrýnir það að engar fréttir Morgunblaðsins hafi verið leiðréttar síðan að hið sanna kom í ljós. Hann tekur þó fram að hann geri sér engar vonir um það að blaðið aðhafist nokkuð í málinu. Hann bætir þá við að uppnefni eigi ekki heima í opinberri umræðu að sínu mati. „Fréttir Morgunblaðsins síðustu daga og vinnubrögðin þeim að baki undirstrika einnig að það er mikilvægt að aðrir fjölmiðlar og almenningur átti sig á því að þetta gamla blað er breytt. Það er ekki hægt að taka upp eða vísa í umfjöllun blaðsins um mál sem tengjast pólitík eða þjóðmálum án þess að gera sjálfstæða athugun á heimildum eða efnisatriðum. Því miður eru líkur á að þetta muni frekar versna en batna nú í aðdraganda þingkosninga.“ Dagur bætir við að lokum að hann finni til með fagfólkinu sem starfar hjá blaðinu sem sé sannarlega fjölmargt. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Ritstjórinn ræður sér ekki fyrir bræði – eignar mér greinilega heiðurinn af þessum tíðindum - en textinn er hlaðinn óbótaskömmum í minn garð.“ Þetta segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, í færslu á Facebook um leiðara sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem orlofsgreiðslur til Dags frá Reykjavík vegna starfsloka hans sem borgarstjóra eru gagnrýndar. „Fáir lesa leiðara-rausið í Mogga“ Áður hefur verið greint frá því að bæta þurfti 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði vegna borgarstjóraskipta. 10 milljónir af því voru vegna orlofs Dags. „Á að hlæja eða gráta? Ég veit að fáir lesa leiðara-rausið í Mogga. En ég þurfti að lesa tvisvar í morgun til að fullvissa mig um að upphafsorðin væru sannarlega: „Yfirgengilega orlofssugan Dagur B. Eggertsson“.“ Beinlínis rangur og villandi flutningur Dagur fagnar þá frétt Ríkisútvarpsins um málið þar sem kemur fram að það sé ekki einsdæmi að sveitarfélög greiði út ótekið orlof þegar að sveitarstjóri lætur af störfum og að fordæmi séu um margra milljón króna orlofsuppgjör við starfslok. Hann segir ekki stein yfir steini í umfjöllun Morgunblaðsins. „Farið er að sömu reglum varðandi orlofsuppgjör alls staðar, uppgjörin eru sambærileg í alla staði og fréttaflutningur blaðsins um að orlof mitt hafi verið „einstakt“ er beinlínis rangur og villandi. Morgunblaðið og mbl.is sögðu fréttina svona: „Uppgjör orlofs Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra er einsdæmi meðal æðstu stjórnenda ríkisins og bæjarstjóra helstu sveitarfélaga.“ Frétt Rúv dregur fram að það alrangt“ Dagur ítrekar þó að það sé sjálfsagt að fjalla um launakjör og orlofsmál. Hann hefur áður tekið fram að hann skilji gagnrýni á háa orlofsgreiðslu. Sakar blaðið um að leyna upplýsingum vísvitandi „Fréttir Morgunblaðsins undanfarna daga eru ekki blaðamennska til að koma réttum upplýsingum á framfæri heldur hluti af herferð. Hún er ekki ný og takmarkast ekki við skammir í minn garð en hefur versnað og orðið svæsnari undanfarna mánuði og misseri.“ Hann sakar þá jafnframt fjölmiðilinn um að hafa vitað betur frá upphafi og að blaðið leyni því vísvitandi að sambærileg mál hafi komið upp undanfarin ár. „Mogginn hefur fullyrt að ég hafi fengið greitt orlof tíu ár aftur í tímann. Það er alrangt. Það er vissulega verið að gera upp eftir tíu ár í embætti en eins og gögn málsins bera með sér voru fluttir 48 orlofsdagar frá fyrri árum. Orlofsréttur hvers árs eru 30 dagar þannig að þetta er eitt og hálft ár aftur í tímann en ekki tíu. Orlofsréttur fyrstu átta og hálfa ársins hefur verið fullnýttur. Mjög svipaða sögu er að segja af öðrum bæjarstjórum, skv. frétt RÚV.“ Enga von um að fréttir verði leiðréttar Hann gagnrýnir það að engar fréttir Morgunblaðsins hafi verið leiðréttar síðan að hið sanna kom í ljós. Hann tekur þó fram að hann geri sér engar vonir um það að blaðið aðhafist nokkuð í málinu. Hann bætir þá við að uppnefni eigi ekki heima í opinberri umræðu að sínu mati. „Fréttir Morgunblaðsins síðustu daga og vinnubrögðin þeim að baki undirstrika einnig að það er mikilvægt að aðrir fjölmiðlar og almenningur átti sig á því að þetta gamla blað er breytt. Það er ekki hægt að taka upp eða vísa í umfjöllun blaðsins um mál sem tengjast pólitík eða þjóðmálum án þess að gera sjálfstæða athugun á heimildum eða efnisatriðum. Því miður eru líkur á að þetta muni frekar versna en batna nú í aðdraganda þingkosninga.“ Dagur bætir við að lokum að hann finni til með fagfólkinu sem starfar hjá blaðinu sem sé sannarlega fjölmargt.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira