Erlent

Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós

Kjartan Kjartansson skrifar
Umbúðir utan um uppfært bóluefni Moderna gegn Covid-19. Það hefur fengið leyfi til notkunar fyrir tólf ára og eldri í Bandaríkjunum.
Umbúðir utan um uppfært bóluefni Moderna gegn Covid-19. Það hefur fengið leyfi til notkunar fyrir tólf ára og eldri í Bandaríkjunum. AP/Moderna

Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar.

Ný bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer-BioNTech og Moderna gætu komist í notkun innan viku eftir að Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna (FDA) veitti þeim markaðsleyfi í dag, að sögn Washington Post. Þriðja bóluefnið, frá Novavax, bíður enn samþykkis stofnunarinnar.

Uppfærðu bóluefnin tvö eru svonefnd mRNA-bóluefni en það frá Novavax byggir á eldri tækni. Þau eru þróuð fyrir nýrri afbrigði veirunnar sem eru í umferð.

Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna mælir með því að fólk láti bólusetja sig árlega við kórónuveirunni líkt og gert er með flensuna. Fólk sex mánaða og eldra ætti að fá nýju bóluefnin. Í sama streng tekur Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá FDA.

„Við hvetjum eindregið þá sem eiga kost á því að íhuga að fá sér uppfært Covid-19 bóluefni til þess að fá betri vernd gegn þeim afbrigðum sem eru í umferð,“ segir hann.

Sérstaklega ætti eldra fólk, fólk með veikt ónæmiskerfi eða aðra alvarlega sjúkdóma, íbúar dvalarheimila og barnshafandi konur að huga að bólusetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×