Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2024 22:27 Björgunarsveitarmenn við lokunarpóst við Grindavíkurveg í kvöld. Vísir/Vilhelm Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira