Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2024 22:27 Björgunarsveitarmenn við lokunarpóst við Grindavíkurveg í kvöld. Vísir/Vilhelm Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Eldgosið hófst klukkan 21:26 í kvöld í kjölfar kröftugrar smáskjálftahrinu. Veðurstofan áætlar að sprungan sé nú um 1,4 kílómetra löng. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir Vísi að jarðskjálftavirknin teygi sig lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík. Í fyrri gosum á þessum slóðum hafi sprungurnar byrjað á þessum stað en síðan teygt sig til suðurs. Það eru mögulega góðar fréttir upp á innviði? „Já, allavegana eins og staðan er núna. Hraunið rennur ansi hratt og það er svona farið að teygja sig ágætlega á milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells og farið að styttast svolítið í Grindavíkurveg. Það er svona það sem við erum helst að horfa á núna,“ segir hún. Svipað að stærð og fyrri gos Gosið nú virkar svipað að stærð og fyrri gos. Sigríður Magnea segir jarðskjálftavirkni enn kröftuga en hún hefur yfirleitt minnkað aðeins þegar gos hefur byrjað. „Hún er áfram nokkuð öflug sem getur svo sem passað við að hún sé að færast til norðurs,“ segir hún. Reynslan hefur sýnt að krafturinn er mestur fyrst eftir að gos hefst en síðan dregur úr því og gígar myndast. Sigríður Magnea segir ekkert hægt að segja um hversu lengi gosið gæti staðið núna og langur aðdragandi gefi ekki endilega vísbendingu um það. Gert hefur verið ráð fyrir að gos gæti hafist á hverri stundu í nokkrar vikur. „Þegar gaus fyrst var það mjög öflugt og það stóð í rúman sólarhring eða tvo. Svo fengum við líka ágætisöfluga byrjun núna síðast og það stóð í næstum því mánuð. Þannig að það er bara rosalega erfitt að segja til um það,“ segir hún. Mökkinn leggur frá byggð Hvöss norðanátt er á gosstöðvunum og leggur gosmökkinn til hásuðurs, fjarri byggð. Á morgun er áfram spáð norðanátt. Sigríður Magnea segir að ef hún verði norðvestlæg gæti mengunin stefnt að Þorlákshöfn og Selfossi. „En við verðum að bíða og sjá hvernig því vindur fram.“ Fréttin er í vinnslu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira