Yfirgáfu Grindavík í snarhasti: „Ömurlegt ástand að horfa upp á þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 23:26 Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir eru fædd og uppalin í Grindavík. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson og Sólveig Ólafsdóttir voru stödd á heimili sínu í Grindavík þegar eldgos hófst í kvöld. Þau eru nú í Hveragerði en þetta er í annað sinn sem þau þurfa að flýja heimili sitt þegar eldsumbrot hefjast. „Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
„Við heyrðum í sírenunum. Reyndar hringdi dóttir okkar sem er í björgunarsveitinni, hún fékk tilkynningu og hringdi í okkur og þá svona föttuðum við þetta. Við vorum með lokaða glugga og vorum ekki alveg að heyra strax,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Næstu skref hafi verið að slökkva á öllu í húsinu, slá út rafmagnstækjum, taka töskurnar, fara út í bíl og drífa sig í burtu. „Það tók bara einhverjar mínútur. Ekkert óðagot, við erum kannski orðin svolítið vön þessu en þetta er ekkert þægilegt. Við gerum bara eins og okkur er sagt og drífum okkur í burtu. Það gengur mjög vel. Þetta er ekki fyrsta rýmingin sem við upplifum.“ Hann hafi einnig verið í bænum þegar þar síðasta gos hófst. Komu sér upp varastað í Hveragerði Enginn var við lokunarpóst þegar hjónin yfirgáfu Grindavík í kvöld, að sögn Eiríks. „Þeir voru greinilega bara farnir svo það var bara greið leið austur úr.“ Hjónin bjuggu í leiguíbúð í Kópavogi í vetur en skiluðu henni 1. júlí og hafa síðan dvalið meira og minna á heimili sínu í suðvesturhluta Grindavíkur. Eiríkur segir að þau hafi keypt lítinn íverustað í Hveragerði í haust þar sem þau geti verið á meðan það er ekki vært í Grindavík. Þrátt fyrir að þau hafi á þessum tímapunkti þolað nokkur eldgosin geti þau enn tekið á sálina. „Þetta er bara drulluóþægilegt sko. Við erum bæði fædd og uppaldir Grindvíkingar og rekjum ættir okkar langt aftur í ættir að miklu leyti. Þannig að við þráum að eiga afturkvæmt og langar ekkert meira. Þetta er bara ömurlegt ástand að horfa upp á þetta og þetta tekur í. Þegar það byrjar að gjósa, það er ekkert grín og svo er þetta alltaf að bíða og bíða og bíða og bið eftir þessu og bið eftir hinu.“ Bænum að blæða út Eiríkur segir lögregluyfirvöld og almannavarnir hafa staðið sig mjög vel í tengslum við jarðhræringarnar en hann gerir athugasemd við þá ákvörðun að takmarka umferð um Grindavík á milli eldgosa. „Hvernig Grindavík hefur verið haldið algjörlega lokaðri allan þennan tíma hefur okkur fundist óþarfi og ofboðsleg forræðishyggja að það hafi ekki bara mátt opna bæinn, því að bænum okkar er bara að blæða út. Það er bara kyrkingartak á honum og það litla lífsmark sem eftir er bara að fjara út. Við erum mörg þarna heima sem hefðum viljað að bærinn fengi að vera meira opinn þegar það er ekkert í gangi. Bara alveg eins og Bláa lónið má vera með opið.“ Þeim finnist bærinn ekki vera óöruggur á milli eldgosa og fundið lítið fyrir skjálftum að undanförnu. „Mjög stór hluti af bænum er bara nákvæmlega eins og hann var fyrir alla þessa atburði, sérstaklega vesturhelmingur bæjarins.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira