Sport

Fjallið fattaði ekki strax að hann hafði sett heims­met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson setti tvö heimsmet á mótinu og annað án þess að átta sig á því strax.
Hafþór Júlíus Björnsson setti tvö heimsmet á mótinu og annað án þess að átta sig á því strax. Skjámynd/@Hafthorjulius

Hafþór Júlíus Björnsson er mættur aftur af krafti inn í aflraunaheiminn eftir nokkurra ára hlé en hann varð annar á dögunum í keppninni um sterkasta mann jarðar, Strongest Man On Earth.

Hafþór vann fimm af átta greinum á mótinu og átti því mjög góðar greinar en þær slæmu kostuðu hann sigurinn.

Hafþór setti líka tvö heimsmet á mótinu. Annað í að kasta kút yfir slá en hitt í því að lyfta Atlas steinum.

Í nýjast Youtube myndbandinu á síðu Hafþórs er fylgst með honum í þessari keppni sem fór fram í Colorado í Bandaríkjunum.

Hafþór fer yfir hverja grein að henni lokinni og metur síðan frammistöðu sína og framhaldið. Hann gerir síðan upp hvern dag og svo alla keppnina þegar úrslitin voru kunn.

Hafþór vissi strax að hann hefði sett heimsmet í kútakastinu með því að kasta kútnum yfir 7,77 metra.

Hann fattaði hins vegar ekki strax að hann setti líka heimsmet þegar hann tryggði sér sigurinn í keppninni með Atlas steinunum. Það er öflugt að setja eitt stykki heimsmet án þess að fatta það.

Hér fyrir neðan má sjá myndband um frammistöðu Hafþórs á mótinu. Hann lofaði í lokin að hann verði búinn að ná fullum styrk á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×