Fjárfestum í kennurum Magnús Þór Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun