Fjárfestum í kennurum Magnús Þór Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Staðreynd. Það skiptir öllu máli að börn fái góða menntun. Þau eiga rétt á því að í skólanum ríki fagmennska og stöðugleiki. Tölfræði hins íslenska raunveruleika sýnir að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri en ófaglærðir til að halda áfram kennslu. Tölfræðin leiðir líka í ljós að fimmti hver sem ráðinn er til kennslu í grunnskóla hefur ekki kennsluréttindi og enn stærra hlutfall er að finna á leikskólastiginu, þar sem þrír af hverjum fjórum hafa ekki kennsluréttindi. Á síðustu tíu árum hefur fjölda þeirra sem sinna kennslu án réttinda í framhaldsskólum fjölgað um 200 á meðan faglærðum hefur fækkað um 100. Það er lykilatriði að við sem samfélag tökum þá ákvörðun að fjárfesta í kennurum með að leiðarljósi að auka fagmennsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að öll börn eigi rétt á menntun og þeim sé gert kleift að rækta hæfileika sína og færni. Faglegt starf og stöðugleiki innan skólanna stuðlar að aukinni vellíðan og velferð í samfélaginu. Á sama hátt skilar fjárfesting í menntun sér margfalt til baka því hún bætir félagslega stöðu barna og þau verða hæfari til að takast á við alls konar samfélagslegar áskoranir. Við hljótum sem samfélag að vera sammála um að við viljum fjölga kennurum. Fagmennska og stöðugleiki er það sem samfélagið horfir til að sé rauður þráður í menntun barna á öllum skólastigum og fjárfesting í kennurum kallar á ólíka þætti í þeirra starfi. Það er mikilvægt að við horfum til þess að spyrna við fæti og fylla skólana okkar fagmenntuðum kennurum, börnum til heilla. Hvernig vill íslenskt samfélag fjárfesta í framtíð barnanna sinna? Kennarasamband Íslands er byggt upp af röddum kennara, stjórnenda og ráðgjafa sem hafa valið sér það göfuga og skemmtilega starf að kenna. Þar er auðvitað að finna hugmyndir um hvernig best væri að fjárfesta á þann hátt að fjölga kennurum og með því auka fagmennsku og efla stöðugleika í skólastarfi. Árangursríkasta leiðin er að fá samfélagið til að hugsa þetta með okkur og leggja um leið stjórnvöldum til lausnir. Börnin okkar eiga skilið allt það besta sem völ er á. Menntun barna eykur farsæld þeirra og vellíðan. Ég vona að við sem samfélag séum sammála um það. Til að ná árangri þarf að fjárfesta í kennurum. Börnin okkar eiga skilið fagmennsku og stöðugleika. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar