Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 17:59 Íris Ragnarsdóttir Pedersen er í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi. Vísir/Vilhelm Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íris var til viðtals á RÚV í júní síðastliðnum, þar sem hún lýsti meðal annars yfir ákveðnum áhyggjum yfir íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði að sumri til. Hún segir að áhyggjurnar hafi aðallega snúið að menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. „Við erum í rauninni samfélag sem sinnir menntun jökla- og fjallaleiðsögumanna. Við erum með ákveðna standarda og erum búin að byggja upp menntakerfi síðastliðinn áratug, sem Vatnajökulsþjóðgarður er að vinna með,“ segir Íris. Stjórn félags fjallaleiðsögumanna vilji að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með þessa menntun. Því miður sé það ekki þannig í dag. Ekkert mál að vera uppi á jökli að sumri til Íris segir að það sé ekkert að því að vera á skriðjöklum að sumri til, í rauninni sé það bara auðveldara heldur en að vetri. Til að mynda sé auðveldara að labba á honum. Það sé hins vegar annað mál þegar maður fer undir jökulinn að sumri til. „Já aðstæðurnar eru óstöðugri undir jöklinum á þessum árstíma,“ segir hún. Íris segir að það þurfi mun skýrari lagaramma í kringum þessa starfsemi. „Samfélagið kallar eftir skýrari lagaramma, og skýrari viðlögum ef ekki er verið að fara eftir reglum þjóðgarðsins varðandi menntunina eða framkvæmdum á jöklinum. Það á bara við allan ársins hring. Það þarf að auka heimildir starfsfólks í þjóðgarðinum,“ segir hún. Hundruðir þúsunda í íshellaferðir á hverjum vetri Íris segir að það sé mikill þrýstingur á fyrirtækin að selja íshellaferðir, því það sé mikil eftirspurn eftir þeim allan ársins hring. Hana minnir að hundruðir þúsunda fari í slíkar ferðir á hverjum vetri. Hún telur að það þurfi einhverjar lagabreytingar í kringum starfsemina. „Ferðaþjónustan er en okkar stærsta atvnnugrein, sem við erum stolt af og viljum hafa í lagi og þar eiga að vera gæði og öryggi,“ segir hún. Hún segir að gæði og öryggi komi með því að fólkið sem þar starfi sé menntað og þekki aðstæður vel. „Þá tala ég ekki um þegar við vinnum í síbreytilegu umhverfi sem jöklar og fjöll eru alltaf. Það skiptir miklu máli að halda í starfsfólkið og að við séum ekki að hugsa um að viðskiptamódelið gangi upp með starfsmannaveltu,“ segir Íris Ragnarsdóttir.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira