Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð Ingólfur Gíslason skrifar 27. ágúst 2024 07:32 Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstóllinn, birti í júlí álit sitt á hernámi og viðveru Ísraelsríkis á þeim svæðum í Palestínu sem ríkið tók hernámi árið 1967. Málið var lagt fyrir dómstólinn áður en útrýmingarherferð Ísraels á Gaza hófst síðastliðið haust, en er ekki fyrsta álitið sem hann gefur um hernám Ísraels. Fyrir 20 árum úrskurðaði hann að aðskilnaðarmúrarnir sem Ísraelsríki hefur reist á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum væru ólögmætir og ætti að fjarlægja. Ísraelsríki hefur ekki farið eftir þeirri skipun frekar en óteljandi samþykktum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna eða Öryggisráðsins sem ítreka rétt Palestínufólks til frelsis, sjálfsákvörðunar og að snúa aftur til síns heima. Hvað sagði Alþjóðadómstóllinn? Hægt er að skipta áliti dómstólsins í tvo hluta, annars vegar um það sem Ísraelsríki er skylt að gera og hins vegar um það sem öðrum ríkjum er skylt að gera. Dómstóllinn segir að viðvera Ísraelsríkis á hernumdum palestínskum svæðum sé ólögmæt og Ísraelsríki skylt að binda enda á ólögmæta viðveru sína á hernumdu palestínsku svæðunum hið snarasta, hætta öllu landráni og að flytja allt landtökufólk burt, auk þess að borga skaðabætur fyrir þann skaða sem það hefur verið valdið öllum þeim aðilum sem eiga í hlut á hernumdu palestínsku svæðunum. Dómstóllinn segir líka að öllum ríkjum og alþjóðlegum stofnunum sé skylt að viðurkenna ekki ástandið sem stafar af ólögmætri viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum sem lögmætt ástand og að veita ekki aðstoð eða stuðning við að viðhalda ástandinu, auk þess sem þeim ber að finna leiðir til að binda enda á ólögmæta viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum, eins fljótt og auðið er. Í rökstuðningi dómstólsins kemur einnig fram að Ísraelsríki reki aðskilnaðarstefnu og mismuni Palestínufólki með ýmsum hætti. Hvað ber að gera? Samkvæmt áliti Alþjóðadómstólsins mega ríki ekki gera neitt það sem stuðlar að því að viðhalda ástandinu sem hefur skapast af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Þar með má íslenska ríkið til dæmis ekki eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem hafa starfsemi á hernumdu svæðunum eða fyrirtæki sem styðja viðveru Ísraelsríkis á þeim. Það má einnig sjá rök fyrir því að öll viðskipti og vinsamleg samskipti við Ísraelsríki sjálft og fyrirtæki innan þess séu nú ólögleg samkvæmt alþjóðalögum því að slík viðskipti og samskipti eru augljóslega til þess fallin að viðhalda ástandinu sem skapast hefur af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Hernámið og hið ólögmæta ástand eru svo sannarlega stefna ríkisins, sem hefur stórfelldan efnislegan ávinning af því, vegna þess að það rænir náttúruauðlindum og nýtir land undir íbúabyggð án endurgjalds til eigenda þess. Af þessu má draga þá ályktun að okkur öllum beri að þrýsta á okkar eigin íslensku stjórnvöld að fara eftir þessu áliti Alþjóðadómstólsins og hætta öllum samskiptum og viðskiptum við hernámsríkið Ísrael sem hefur brotið alþjóðalög samfellt í 57 ár. En við getum gert meira. Við getum sjálf reynt að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki. Á meðan lögum hefur ekki verið breytt til að stöðva allan stuðning við hernámsveldið getum við hætt viðskiptum við fyrirtæki sem versla við það eða eru í eigu aðila þar. Flest vitum við að fjármálafyrirtækið Rapyd er eitt slíkt fyrirtæki, og sum vita af fleiri fyrirtækjum, svo sem Sódastream og Morrocan Oil. Auk þess eru ennþá fyrirtæki sem flytja inn ávexti frá Ísrael og búðir sem selja þá. Fyrir okkur sem viljum helst forðast að veita alþjóðalögbrjótum stuðning er sjálfsagt að sniðganga slíkar vörur eftir því sem við getum og reyndar er óskiljanlegt að verslanir vilji vera þekktar fyrir að bjóða upp á þessa vöru. Þá er hörmulegt að vita til þess að ísraelska fyrirtækið Teva sé eini framleiðandi margra lyfja hér á landi sem gerir mörgum ómögulegt að hætta viðskiptum við það. Því þarf að breyta. Sniðganga bætir, hressir og kætir Vont er að lifa í andstöðu við gildin sín. Mun betra er fyrir geðið að breyta í samræmi við gildin. Spekingar hafa auðvitað bent á frá örófi alda að stundum verður mönnum á og líklegast þekkjum við það flest úr eigin lífi og vitum að því fylgir oft samviskubit og eftirsjá. Í þessu máli ættum við þó að geta gert það rétta: að heyra og virða ákall Palestínufólks um sniðgöngu á vörum og þjónustu frá Ísraelsríki. Sniðgönguhreyfingin (BDS) setur fram markmið sniðgöngunnar og þau eru nánast samhljóða tilskipun Alþjóðadómstólsins! Kröfurnar gætu því ekki verið hóflegri. Þær eru einfaldlega að Ísraelsríki fari að alþjóðalögum. Nánar tiltekið: Að það endi hernámið og landránið, og fjarlægi aðskilnaðarmúrinn; að Palestínufólk sem er ríkisborgarar í Ísrael fái full borgaraleg réttindi; að það viðurkenni rétt Palestínufólks til að snúa heim til sín. Það sem einfaldar okkur hvað mest að sýna samstöðu og stuðning við að alþjóðalögum verði fylgt er að til er heimasíða, https://snidganga.is/, þar sem við getum séð hvaða fyrirtæki mælst er til þess að við sniðgöngum. Á heimasíðunni er líka útskýrt hvers vegna hreyfingin mælist til þess að við einbeitum okkur að fáum útvöldum fyrirtækjum frekar en að reyna að sniðganga alla framleiðendur sem hafa tengsl við Ísrael. Þannig verður sniðgangan enginn höfuðverkur heldur eingöngu til að létta lundina, bæta geðið og verja samviskuna fyrir því að við séum samsek með alvarlegum brotum á alþjóðalögum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstóllinn, birti í júlí álit sitt á hernámi og viðveru Ísraelsríkis á þeim svæðum í Palestínu sem ríkið tók hernámi árið 1967. Málið var lagt fyrir dómstólinn áður en útrýmingarherferð Ísraels á Gaza hófst síðastliðið haust, en er ekki fyrsta álitið sem hann gefur um hernám Ísraels. Fyrir 20 árum úrskurðaði hann að aðskilnaðarmúrarnir sem Ísraelsríki hefur reist á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum væru ólögmætir og ætti að fjarlægja. Ísraelsríki hefur ekki farið eftir þeirri skipun frekar en óteljandi samþykktum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna eða Öryggisráðsins sem ítreka rétt Palestínufólks til frelsis, sjálfsákvörðunar og að snúa aftur til síns heima. Hvað sagði Alþjóðadómstóllinn? Hægt er að skipta áliti dómstólsins í tvo hluta, annars vegar um það sem Ísraelsríki er skylt að gera og hins vegar um það sem öðrum ríkjum er skylt að gera. Dómstóllinn segir að viðvera Ísraelsríkis á hernumdum palestínskum svæðum sé ólögmæt og Ísraelsríki skylt að binda enda á ólögmæta viðveru sína á hernumdu palestínsku svæðunum hið snarasta, hætta öllu landráni og að flytja allt landtökufólk burt, auk þess að borga skaðabætur fyrir þann skaða sem það hefur verið valdið öllum þeim aðilum sem eiga í hlut á hernumdu palestínsku svæðunum. Dómstóllinn segir líka að öllum ríkjum og alþjóðlegum stofnunum sé skylt að viðurkenna ekki ástandið sem stafar af ólögmætri viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum sem lögmætt ástand og að veita ekki aðstoð eða stuðning við að viðhalda ástandinu, auk þess sem þeim ber að finna leiðir til að binda enda á ólögmæta viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum, eins fljótt og auðið er. Í rökstuðningi dómstólsins kemur einnig fram að Ísraelsríki reki aðskilnaðarstefnu og mismuni Palestínufólki með ýmsum hætti. Hvað ber að gera? Samkvæmt áliti Alþjóðadómstólsins mega ríki ekki gera neitt það sem stuðlar að því að viðhalda ástandinu sem hefur skapast af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Þar með má íslenska ríkið til dæmis ekki eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem hafa starfsemi á hernumdu svæðunum eða fyrirtæki sem styðja viðveru Ísraelsríkis á þeim. Það má einnig sjá rök fyrir því að öll viðskipti og vinsamleg samskipti við Ísraelsríki sjálft og fyrirtæki innan þess séu nú ólögleg samkvæmt alþjóðalögum því að slík viðskipti og samskipti eru augljóslega til þess fallin að viðhalda ástandinu sem skapast hefur af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Hernámið og hið ólögmæta ástand eru svo sannarlega stefna ríkisins, sem hefur stórfelldan efnislegan ávinning af því, vegna þess að það rænir náttúruauðlindum og nýtir land undir íbúabyggð án endurgjalds til eigenda þess. Af þessu má draga þá ályktun að okkur öllum beri að þrýsta á okkar eigin íslensku stjórnvöld að fara eftir þessu áliti Alþjóðadómstólsins og hætta öllum samskiptum og viðskiptum við hernámsríkið Ísrael sem hefur brotið alþjóðalög samfellt í 57 ár. En við getum gert meira. Við getum sjálf reynt að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki. Á meðan lögum hefur ekki verið breytt til að stöðva allan stuðning við hernámsveldið getum við hætt viðskiptum við fyrirtæki sem versla við það eða eru í eigu aðila þar. Flest vitum við að fjármálafyrirtækið Rapyd er eitt slíkt fyrirtæki, og sum vita af fleiri fyrirtækjum, svo sem Sódastream og Morrocan Oil. Auk þess eru ennþá fyrirtæki sem flytja inn ávexti frá Ísrael og búðir sem selja þá. Fyrir okkur sem viljum helst forðast að veita alþjóðalögbrjótum stuðning er sjálfsagt að sniðganga slíkar vörur eftir því sem við getum og reyndar er óskiljanlegt að verslanir vilji vera þekktar fyrir að bjóða upp á þessa vöru. Þá er hörmulegt að vita til þess að ísraelska fyrirtækið Teva sé eini framleiðandi margra lyfja hér á landi sem gerir mörgum ómögulegt að hætta viðskiptum við það. Því þarf að breyta. Sniðganga bætir, hressir og kætir Vont er að lifa í andstöðu við gildin sín. Mun betra er fyrir geðið að breyta í samræmi við gildin. Spekingar hafa auðvitað bent á frá örófi alda að stundum verður mönnum á og líklegast þekkjum við það flest úr eigin lífi og vitum að því fylgir oft samviskubit og eftirsjá. Í þessu máli ættum við þó að geta gert það rétta: að heyra og virða ákall Palestínufólks um sniðgöngu á vörum og þjónustu frá Ísraelsríki. Sniðgönguhreyfingin (BDS) setur fram markmið sniðgöngunnar og þau eru nánast samhljóða tilskipun Alþjóðadómstólsins! Kröfurnar gætu því ekki verið hóflegri. Þær eru einfaldlega að Ísraelsríki fari að alþjóðalögum. Nánar tiltekið: Að það endi hernámið og landránið, og fjarlægi aðskilnaðarmúrinn; að Palestínufólk sem er ríkisborgarar í Ísrael fái full borgaraleg réttindi; að það viðurkenni rétt Palestínufólks til að snúa heim til sín. Það sem einfaldar okkur hvað mest að sýna samstöðu og stuðning við að alþjóðalögum verði fylgt er að til er heimasíða, https://snidganga.is/, þar sem við getum séð hvaða fyrirtæki mælst er til þess að við sniðgöngum. Á heimasíðunni er líka útskýrt hvers vegna hreyfingin mælist til þess að við einbeitum okkur að fáum útvöldum fyrirtækjum frekar en að reyna að sniðganga alla framleiðendur sem hafa tengsl við Ísrael. Þannig verður sniðgangan enginn höfuðverkur heldur eingöngu til að létta lundina, bæta geðið og verja samviskuna fyrir því að við séum samsek með alvarlegum brotum á alþjóðalögum!
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun