Sumarferðir ekki byrjaðar þegar skýrsla var gerð Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2024 11:09 Íshellir í Breiðamerkurjökli. Þeir myndast við leysingu á sumrin og verða aðgengilegir þegar henni lýkur seint á haustin. Undanfarin ár hafa ýmis ferðaþjónustufyrirtæki gert út á sumarferðir í íshella. Vísir/Vilhelm Margskonar hættur fylgja íshellum sem eru í eðli sínu óstöðugir og síbreytilegir samkvæmt skýrslu sem var unnin um íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir sjö árum. Í henni var ekki gert ráð fyrir að farið væri með fólk í hella að sumarlagi. Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau úr gili í Breiðamerkurjökli á sunnudag. Fólkið var í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. Björgunarsveitarfólk leitaði að tveimur til viðbótar í ísnum fram á miðjan dag í gær þar til að í ljós kom að fyrirtækið veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum. Enginn annar reyndist hafa lent undir íshruninu. Nokkur fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja hefur selt íshellaferðir að sumri til, bæði í Breiðamerkurjökli og Kötlujökli. Önnur selja slíkar ferðir hins vegar aðeins á haustin og fram á vor. Áhættan í lágmarki á sex mánaða tímabili Ekki var gert ráð fyrir að fyrirtæki færu með ferðafólk í íshella að sumri til í skýrslu um aðferðir við mat á áhættu við slíkar ferðir sem Raunvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Vatnajökulsþjóðgarð árið 2017. Í því kemur fram að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Mjög breytilegt er hvenær leysingatímabilinu lýkur og hvenær það hefst aftur. Tímabilið þar sem leysing er lítil og áhætta við íshellaferðir er í lágmarki getur verið allt að átta til níu mánuðir en algengast er að það standi yfir í sex mánuði, frá byrjun nóvember til loka apríl. Þegar vetur eru mjög hlýir getur tímabilið farið niður í allt að fjóra mánuði. Jafnvel hætta á flóðum eða krapaflóðum Íshellar eru sagðir í eðli sínu óstöðugir og síbreytilegir í skýrslunni. Jafnvel á veturna sé hætta á hruni úr ísþakinu, vatnsrennsli eftir þeim geti valdið hættu eða gert þá ófæra og brunnar og sprungur ofan á þeim sem fyllast af snjó og krapa geta einnig valdið stórhættu. Ekki var heldur sagt hægt að útiloka að vatn kæmi skyndilega niður íshella í flóði eftir að hafa safnast fyrir í smálón á jöklinum. Þá var nefnd hætta á krapaflóðum úr brunnum sem myndast á yfirborði jökuls yfir íshelli. „Þau geta verið mjög hættuleg fyrir fólk ef það er á botni hellisins nærri slíkum brunni,“ sagði í skýrslunni. Tugir björgunarsveitarmanna vann að leit og björgun á Breiðamerkurjökli eftir slysið sem varð á sunnudag.Vísir/Vilhelm Sumarferðir ekki byrjaðar þegar skýrslan var gerð Jón Gauti Jónsson, fjallaleiðsögumaður í Félagi íslenskra fjallaleiðsögumanna og einn höfunda skýrslunnar, segir að þegar skýrslan var unnin hafi menn ekki verið byrjaðir að fara í sumarferðir í íshella. Þar sem skýrsluhöfundar hafi einbeitt sér að raunverulegum íshellum sem myndast á sumrin og opnast eftir leysingu séu gríðarleg áhrif sumarsólarljóss á jökulísinn ekki rakin í skýrslunni. Styrkur sólarljóssins þegar sólin er hæst á lofti veldur heimiklu niðurbroti á jökulísnum og segir Jón Gauti þá erfitt að meta gæði íssins. Áhrif sólar nái allt að fimmtíu sentímetra inn í ísinn sem morknar og verður ótraustur. „Á sumrin er maður ofsalega skeptískur á allan ís sem þú getur ekki metið. Þú sérð ekkert blámann í honum, þú sérð bara hröngl,“ segir Jón Gauti. Leiðsögumenn hafa færni til að meta aðstæður Hann telur ekki hægt að segja afdráttarlaust að ekki ætti að fara í slíkar ferðir á sumrin enda hafi jöklaferðir tíðkast yfir sumarmánuðina. Þá hafi fundist staðir þar sem hægt sé að fara inn í skúta sem lifa af vorleysingu. „Það er að undangengnu mjög ítarlegu mati. Það fer eftir styrkleika ísmyndunarinnar hvernig þú metur það sem jöklaleiðsögumaður. Þeir hafa færni til þess að meta þetta.“ Það sé í höndum vanra og þjálfaðra jöklaleiðsögumanna að meta aðstæðurnar hverju sinni og taka ákvörðun út frá þeim. „Vanur leiðsögumaður með bein í nefinu segir hingað og ekki lengra. Ég vil ekki fara með hópinn minn inn á þetta svæði,“ segir Jón Gauti um það þegar aðstæður eru ekki öruggar. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Áríðandi að slysið verði rannsakað og öllum spurningum svarað Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa verið sleginn yfir slysinu við íshellinn á Breiðamerkurjökli um helgina. Hann segist þakka fyrir það að fleiri hafi ekki lent undir ísfarginu. 27. ágúst 2024 09:09 Engar frekari íshellaferðir að svo stöddu Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum. 26. ágúst 2024 18:30 Fyrirtækið er frumkvöðull í sumaríshellaferðum Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. 26. ágúst 2024 17:57 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau úr gili í Breiðamerkurjökli á sunnudag. Fólkið var í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ice Pic Journeys. Björgunarsveitarfólk leitaði að tveimur til viðbótar í ísnum fram á miðjan dag í gær þar til að í ljós kom að fyrirtækið veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum. Enginn annar reyndist hafa lent undir íshruninu. Nokkur fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja hefur selt íshellaferðir að sumri til, bæði í Breiðamerkurjökli og Kötlujökli. Önnur selja slíkar ferðir hins vegar aðeins á haustin og fram á vor. Áhættan í lágmarki á sex mánaða tímabili Ekki var gert ráð fyrir að fyrirtæki færu með ferðafólk í íshella að sumri til í skýrslu um aðferðir við mat á áhættu við slíkar ferðir sem Raunvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Vatnajökulsþjóðgarð árið 2017. Í því kemur fram að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Mjög breytilegt er hvenær leysingatímabilinu lýkur og hvenær það hefst aftur. Tímabilið þar sem leysing er lítil og áhætta við íshellaferðir er í lágmarki getur verið allt að átta til níu mánuðir en algengast er að það standi yfir í sex mánuði, frá byrjun nóvember til loka apríl. Þegar vetur eru mjög hlýir getur tímabilið farið niður í allt að fjóra mánuði. Jafnvel hætta á flóðum eða krapaflóðum Íshellar eru sagðir í eðli sínu óstöðugir og síbreytilegir í skýrslunni. Jafnvel á veturna sé hætta á hruni úr ísþakinu, vatnsrennsli eftir þeim geti valdið hættu eða gert þá ófæra og brunnar og sprungur ofan á þeim sem fyllast af snjó og krapa geta einnig valdið stórhættu. Ekki var heldur sagt hægt að útiloka að vatn kæmi skyndilega niður íshella í flóði eftir að hafa safnast fyrir í smálón á jöklinum. Þá var nefnd hætta á krapaflóðum úr brunnum sem myndast á yfirborði jökuls yfir íshelli. „Þau geta verið mjög hættuleg fyrir fólk ef það er á botni hellisins nærri slíkum brunni,“ sagði í skýrslunni. Tugir björgunarsveitarmanna vann að leit og björgun á Breiðamerkurjökli eftir slysið sem varð á sunnudag.Vísir/Vilhelm Sumarferðir ekki byrjaðar þegar skýrslan var gerð Jón Gauti Jónsson, fjallaleiðsögumaður í Félagi íslenskra fjallaleiðsögumanna og einn höfunda skýrslunnar, segir að þegar skýrslan var unnin hafi menn ekki verið byrjaðir að fara í sumarferðir í íshella. Þar sem skýrsluhöfundar hafi einbeitt sér að raunverulegum íshellum sem myndast á sumrin og opnast eftir leysingu séu gríðarleg áhrif sumarsólarljóss á jökulísinn ekki rakin í skýrslunni. Styrkur sólarljóssins þegar sólin er hæst á lofti veldur heimiklu niðurbroti á jökulísnum og segir Jón Gauti þá erfitt að meta gæði íssins. Áhrif sólar nái allt að fimmtíu sentímetra inn í ísinn sem morknar og verður ótraustur. „Á sumrin er maður ofsalega skeptískur á allan ís sem þú getur ekki metið. Þú sérð ekkert blámann í honum, þú sérð bara hröngl,“ segir Jón Gauti. Leiðsögumenn hafa færni til að meta aðstæður Hann telur ekki hægt að segja afdráttarlaust að ekki ætti að fara í slíkar ferðir á sumrin enda hafi jöklaferðir tíðkast yfir sumarmánuðina. Þá hafi fundist staðir þar sem hægt sé að fara inn í skúta sem lifa af vorleysingu. „Það er að undangengnu mjög ítarlegu mati. Það fer eftir styrkleika ísmyndunarinnar hvernig þú metur það sem jöklaleiðsögumaður. Þeir hafa færni til þess að meta þetta.“ Það sé í höndum vanra og þjálfaðra jöklaleiðsögumanna að meta aðstæðurnar hverju sinni og taka ákvörðun út frá þeim. „Vanur leiðsögumaður með bein í nefinu segir hingað og ekki lengra. Ég vil ekki fara með hópinn minn inn á þetta svæði,“ segir Jón Gauti um það þegar aðstæður eru ekki öruggar.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Áríðandi að slysið verði rannsakað og öllum spurningum svarað Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa verið sleginn yfir slysinu við íshellinn á Breiðamerkurjökli um helgina. Hann segist þakka fyrir það að fleiri hafi ekki lent undir ísfarginu. 27. ágúst 2024 09:09 Engar frekari íshellaferðir að svo stöddu Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum. 26. ágúst 2024 18:30 Fyrirtækið er frumkvöðull í sumaríshellaferðum Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. 26. ágúst 2024 17:57 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Áríðandi að slysið verði rannsakað og öllum spurningum svarað Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa verið sleginn yfir slysinu við íshellinn á Breiðamerkurjökli um helgina. Hann segist þakka fyrir það að fleiri hafi ekki lent undir ísfarginu. 27. ágúst 2024 09:09
Engar frekari íshellaferðir að svo stöddu Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum. 26. ágúst 2024 18:30
Fyrirtækið er frumkvöðull í sumaríshellaferðum Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. 26. ágúst 2024 17:57