Skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu áfengis Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. ágúst 2024 10:59 Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, segir nauðsynlegt að skýra lagaumhverfið þegar kemur að netsölu áfengis. Stöð 2 Svokölluð breiðfylking félaga heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu á áfengi. Fylkingin hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri áfengissölu í Hagkaupum sem á að hefjast á næstu dögum. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni. Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna - félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að netsala á áfengi hafi aukist mikið að undanförnu og sömuleiðis þeim aðilum sem hana stunda. „Því miður hafa yfirvöld ekki brugðist við þeirri þróun. Við höfum reynt að vekja athygli á því og bent á að þarna væri verið að leyfa starfsemi á skjön við lög. Hins vegar held ég að þetta útspil, eða tilkynning Hagkaupa um að ætla að slást í þennan hóp, hafi kveikt í mörgum. Ennþá meira en áður var og mönnum finnst að nú sé nóg komið. Ekki væri hægt að afgreiða þetta sem strákapör og einhverja starfsemi sem væri ráðist í til að hafa einhvern fjárhagslegan ávinning. Þetta horfir öðruvísi við þegar svona stórt fyrirtæki og verslunarkeðja ætli þarna að slást í hópinn,“ segir Árni. Greint var frá því um miðjan mánuðinn að Hagkaup væri á lokametrunum við undirbúning netsölu áfengis. Hvað er það nákvæmlega sem þið viljið að sé gert? Það hefur verið talað um þetta sem grátt lagalegt svæði… „Við höfum skoðað þetta og við höfum látið skoða þetta fyrir okkur. Við getum ekki séð annað en að þessi netsala, eins og hún er framkvæmd hér á landi, sé algerlega á skjön við lög. Það er hins vegar búið að þyrla því upp að þarna sé eitthvert grátt svæði, eitthvað sem er óljóst. Þá höfum við kallað eftir því að það sé einfaldlega skýrt, að það sé þá bara farið ofan í saumana á því. Það er krafan til alþingsmanna, ráðuneyta og það er til lögreglu og þeirra sem fara með framkvæmd laga. Hvort sem það sé til þeirra sem setja lögin eða þeirra sem sjá til þess að þeim sé fylgt eftir,“ segir Árni.
Verslun Áfengi og tóbak Heilsa Netsala á áfengi Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Selja fyrsta bjórinn ekki fyrr en í ágúst Einhver bið er eftir því að Hagkaup hefji netsölu á áfengi. Fyrirhugað var að hægt yrði að panta áfengi og sækja hjá verslunarrisanum í síðasta mánuði. Framkvæmdastjórinn segir undirbúning á síðustu metrunum, en pappírsvinna og sumarfrí verði til þess að ekkert verði af sölunni fyrr en í ágúst. 2. júlí 2024 10:50