Börnin á Gaza Elín Björk Jónasdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 27. ágúst 2024 11:31 Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Vinstri græn Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig. Framtíð þeirra og lífsskilyrði að engu orðin vegna þess þau fæddust á landi sem önnur þjóð ásælist. Að mati Ísraelsstjórnar mega þessi börn missa sín, þau njóta ekki mannréttinda, eiga ekki skilið að fá grunnþörfum sínum fullnægt hvað varðar fæði, klæði og húsaskjól heldur eru þau dæmd til martraðakennds veruleika af mannanna völdum. Hjálparstarfsfólk lýsir þessum hörmungum sem útrýmingu æskunnar og minnir okkur á, að sönnu, að ekkert barn komi óskaddað úr þessum aðstæðum. Mörg barnanna vilji einfaldlega ekki lifa lengur. Raunveruleiki heilbrigðisstarfsfólks er að halda í hendur barna, vegna þess þau eiga enga að, þegar þau draga síðasta andardráttinn. Eða að hughreista þau sem eftir lifa og misst hafa alla fjölskyldu sína. Börn sem eru ekki aðeins sködduð andlega fyrir lífstíð heldur hafa orðið fyrir allskonar alvarlegum meiðslum og jafnvel örkumlun. Vegna bágra aðstæðna, heimilisleysi, hungurs og vannæringar, einmanaleika, vonleysis og ótta sjá þessi börn enga framtíð fyrir sér. Eins og eitt slasað barn sem sótt var í rústir eftir sprengju þar sem öll fjölskyldan lést orðaði það; „mig langar ekki að lifa lengur, öll fjölskyldan mín er dáin og ég á engan að”. Áætlað er að vel yfir 16 þúsund börn hafi látist í þjóðernishreinsunum Ísraelsstjórnar á Palestínufólki og ríflega sá fjöldi eða 17 þúsund börn séu á vergangi, oftast vegna þess að fjölskyldumeðlimir eru látnir. Þá er talið að um fjögur þúsund börn séu enn grafin undir rústum. Þessar aðstæður eru engum börnum bjóðandi, sama hverrar þjóðar eða trúar þau eru. Það er skylda okkar að halda áfram að beita þeim þrýstingi sem við getum, þrátt fyrir að vera ekki fjölmenn þjóð. Með því að samþykkja Palestínu sem sjálfstætt ríki árið 2011 tókum við skýra afstöðu og með henni verðum við að standa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna skyldar okkur til að gæta hagsmuna allra barna og það er sorglegur tvískinnungur fólginn í því í hinu ríka vestri að gera allt of lítið í því að stöðva þjóðarmorð en um leið kvarta yfir auknum fjölda flóttafólks. Okkur ber að sýna mannúð og taka ábyrgð á því að vera hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem þau sterkari grípa þau veikari og hafa ætíð hagsmuni barna að leiðarljósi, ekki síst þeirra sem búa við fötlun eins og 10. og 25. grein útlendingalaga kveða á um. Það þýðir að veita börnum sem búa við fötlun og eru þannig enn frekar upp á náð og miskun annarra komin dvalarleyfi hér á landi. Annað er mannvonska af verstu sort. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á stjórnvöld í Ísrael til að láta af þjóðarmorði á Palestínsku þjóðinni, það felur líka í sér að þrýsta á þau ríki sem fara hvað harðast fram í stuðningi sínum við þær hörmungar sem þar geisa, má þar helst nefna Bandaríkin, Bretland og Þýskaland. Líkt og fram kom á flokksráðsfundi VG á dögunum þá ályktaði fundurinn um mikilvægi þess að Ísraear létu af hernaðinum á Gaza og færu af Vesturbakkanum og frá Austur-Jerúsalem. Varanlegur friður verði að komast á þar sem sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar er tryggt. Það er löngu kominn tími á varanlegt vopnahlé, ekki síst fyrir börnin. Elín Björk Jónasdóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni Grænu framboði.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun