Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá.
„Ég hef ekki neinar upplýsingar um tildrög. Við vorum boðuð út þar sem að meðvitundarlaus aðili hafði verið dreginn upp úr Silfru. Það var farið að hlúa að viðkomandi sem komst tiltölulega fljótlega til meðvitundar en þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst í útkallið og það er verið að flytja hana til skoðunar í Reykjavík. En hún var komin til meðvitundar,“ segir Garðar.
Tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan korter yfir þrjú í dag. Að svo stöddu liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan konunnar aðrar en þær að hún var komin aftur til meðvitundar.
Fréttin hefur verið uppfærð.