Kortleggja brotamenn með tengsl við Suður-Ameríku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 19:58 Runólfur Þórhallsson hjá ríkislögreglustjóra ræddi brotastarfsemi í Reykjavík síðdegis. vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra segir um fimmtán til tuttugu brotahópa starfa með skipulögðum hætti hérlendis. Um fjölþjóðlega hópa sé að ræða, en nýlega hafi lögregla fengið upplýsingar um brotamenn hér á landi með tengsl við Suður-Ameríku. „Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“ Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Okkar gögn benda eindregið til þess að þetta umhverfi hafi breyst mikið á undanförnum árum. Við erum að sjá hópa frá Asíu, Afríku, Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu, Suður-Ameríku. Skipulagðir hópar frá þessum svæðum,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis. Tilefni umræðunnar er fréttaflutningur DV af því að albanska mafían hefði tekið hér öll völd í skipulagðri brotastarfsemi. Hafði miðillinn það eftir ónafngreindum Íslendingi innan undirheima sem sagði meiri hörku gæta meðal erlendra brotahópa. Margskonar starfsemi „Vissulega er hægt að taka umræðuna sérstaklega um albönsku mafíuna og allt sem henni tengist,“ segir Runólfur sem bendir samt sem áður á að brotamenn séu frá ansi mörgum löndum innan hópana. Þá séu íslenskir hópar sömuleiðis með ítök. „Stórar haldlagningar tengjast Íslendingum. Bæði hið svokallaða saltdreifaramál, 100 kíló af kókaíni. Íslendingar hafa verið í þeim málum. Þetta er mjög fjölbreytt umhverfi og breyst mikið á nokkrum árum.“ Lögreglan telji að hóparnir, sem starfi samkvæmt ákveðnu skipulagi, vera á bilinu fimmtán til tuttugu. „Þeir hafa talsverð ítök og eru í margskonar brotastarfsemi, ekki bara fíkniefnum.“ „Það er vændi, mansal, netbrot, svik, bótasvik,“ segir Runólfur beðinn um að nefna dæmi um starfsemi. „Bara þar sem hægt er að búa til peninga. Við sáum til dæmis í Covid, þar svoru glæpahópar snöggir að búa sér til pening úr því ástandi. Selja óvottaðar grímur, fölsuð lyf og annað.“ Sækja brotin Hópunum hafi einnig fjölgað. Runólfur segir lögreglu nýlega hafa fengið upplýsingar um einstaklinga með tengsl við glæpahópa í Suður Ameríku. „Þetta er bara eitthvað sem við erum að kortleggja þessa dagana. Flóran bara stækkar hjá okkur.“ Bæði sé fólk tælt til að vinna fyrir hópana eða þvingað. „Það er erfitt að negla niður fjölda hvers hóps fyrir sig. Þetta er marglaga og flókið.“ Til að ráðast gegn hópunum segir hann að lögregla þurfi að hafa getu til að sinna frumkvæðislöggæslu. Sömuleiðis verði málsmeðferðartími að vera í lagi. „Ef við getum tekið frá lögreglumenn og sérfræðinga sem eru ekki reaktívir, heldur próaktífir. Sækja brotin út á götu eins og við höfum hvatt til þess að sé gert. Við verðum hins vegar að forgangsraða og útköllum hefur fjölgað, en þetta eru þessir meginstólpar ef lögreglan á að geta náð einhverjum árangri.“
Lögreglumál Lögreglan Fíkniefnabrot Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira